Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Farþegum WOW air boðið að styrkja Landvernd

Í gær var undirritaður samstarfssamningur WOW air og umhverfisverndarsamtakanna Landverndar en flugfélagið mun frá og með 15. febrúar bjóða farþegum sínum að styrkja Landvernd með myntsöfnun um borð í vélum sínum. WOW air mun koma með mótframlag og jafna þá upphæð sem farþegar félagsins safna um borð.

Um er að ræða samstarf þar sem WOW air mun hafa milligöngu um fjársöfnun fyrir hönd farþega félagsins. Sérstakt umslag verður í sætisvösum allra WOW air flugvéla og eru farþegar hvattir til þess að gefa afgangsmynt til Landverndar sem mun nýtast samtökunum til að efla stuðning við  stofnun hálendisþjóðgarðs, vinna að landgræðslu og fleiri mikilvægum umhverfisverkefnum á Íslandi.

Það er ánægjulegt að geta ljáð þessu verðuga málefni lið og við erum mjög stolt af því starfa með Landvernd. Við teljum þetta málefni skipta miklu máli, sérstaklega í stóra samhenginu og því ætlum við að jafna öll framlög til fulls frá farþegum okkar,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.

Við erum afskaplega ánægð með að WOW air hafi tekið þá ákvörðun að gefa farþegum sínum tækifæri á að styðja starfsemi náttúruverndarsamtaka. Við munum nota fjármagnið til að efla stuðning við hálendisþjóðgarð, landgræðslu, endurheimt birkiskóga og votlendis og til að efla þátttöku Landverndar í ákvarðanatöku um umhverfismál,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar.

Tögg
Undirritun Snorri og Skuli_1feb2017.jpg  Undirritun hopmynd_1feb2017.jpg 

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ábending um gæðastýringu sauðfjárræktar
28.8.2019

Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
10.5.2019

Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
21.1.2019

Umsögn um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
5.12.2018

Landvernd kvartar til ESA vegna breytinga á lögum um fiskeldi
14.11.2018

Bláfáninn 2018
16.5.2018

Samstarfssamningur endurnýjaður
27.3.2018

Flokkun og viðgerðir vegna utanvegaaksturs
6.11.2017

Laus staða sérfræðings við Grænfánaverkefni Landverndar
18.5.2016

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins
13.10.2014

Upptaka af fyrirlestri Bill McKibben
23.5.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun
15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi
15.4.2013

Grænfánaverkefnið verði eflt
15.4.2013

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð
15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun
15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi
15.4.2013

Nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun mótmælt
15.4.2013

Aðalfundur Landverndar 13. apríl n.k. kl. 13-16
6.4.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera
5.4.2013

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina
27.3.2013

Fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga
17.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
17.2.2013

Guðmundur Ingi ráðinn framkvæmdastjóri
14.9.2011

Landvernd auglýsir eftir framkvæmdastjóra
27.6.2011

Stefnan tekin á vistvænan lífsstíl
12.3.2011

Starfsfólk Landverndar
21.2.2011

Stjórn Landverndar 2011
21.2.2011

Markmið Landverndar
21.2.2011

Hverjir eru í Landvernd?
21.2.2011

Virkjunaráform í Skaftárhreppi - Haustferð 11.-12. september
7.9.2010

Velheppnuð ferð í Trölladyngju
7.7.2010

Krían - 3ja. tölublað 2003
8.11.2003