Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Fréttabréf Skóla á grænni grein

Landvernd    15.10.2008
Landvernd

Febrúar fréttabréf Grænfánaskólanna (Eco-Schools International Newsletter) er komið út. Þar er ýmsan fróðleik að finna héðan og þaðan úr heiminum svo sem frá Suður-Afríku, Tyrklandi og Slóveníu. Þarna má líka lesa fréttir frá Wales um meira en tífalda fjölgun Skóla á grænni grein á fimm árum. Ástæðan er samstillt átak stjórnvalda og ,,Landverndar” þeirra Breta. Eitt sem gert er í Bretlandi og við gætum velt fyrir okkur er að tengja umhverfisstarfið í skólunum við nám bæði í lífsleikni og heilsufræði. Fréttabréfið greinir líka frá þriggja ára átaki sem nú er að hefjast gegn því að Norðursjórinn sé notaður sem ruslakista. Nú í vikunni verður í Gautaborg fjölþjóðleg ráðstefna, skipulögð af Grænfánaskólunum, þar sem rætt verður á hvern hátt kennarar og skólar geta komið inn í þetta verkefni.

Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!