Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Fyrirlestur: Náttúran á umbrotatímum

   9.1.2013

Fimmtudaginn 3. janúar sl. voru tveir fyrirlestrar haldnir í fyrirlestraröðinni Frá vitund til verka - um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum, sem Landvernd og Norræna húsið standa að. Viðfangsefnið að þessu sinni var veraldarvefurinn og félagsmiðlar. Einar Bergmundur Arnbjörnsson og Guðrún A. Tryggvadóttir fluttu erindið ,,Náttúran á umbrotatímum" og fjölluðu um vefinn náttúran.is og upplýsingamiðlun í umhverfismálum. Þátttaka var góð og þökkum við þeim sem mættu og tóku þátt. Fyrirlestrarnir voru teknir upp svo þeir sem ekki sáu sér fært að mæta geta horft á þá hér.

Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!