Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Gagnrýna flokkun Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er varðar flokkun virkjunarhugmynda og sett var fram hinn 19. desember 2013. Meginatriðin í athugasemdum Landverndar fara hér á eftir en í viðhengi er að finna umsögnina í heild sinni.

Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við rökstuðning faghópsins á flokkun Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk og leggur til að beðið verði með þá flokkun þar til að aðrar virkjunarhugmyndir verði teknar fyrir í 3. áfanga rammaáætlunar. Athugasemdir Landverndar lúta m.a. að því að enn vantar rannsóknir á samfélagslegum áhrifum virkjunarinnar sem og  rannsóknir á áhrifum hennar á laxfiska í Þjórsá. Þá er bent á að lítið samræmi er í umfjöllun um óvissuþætti og að rökstuðningur fyrir annarri flokkun á Hvammsvirkjun samanborið við hinar tvær sé óviðunandi. Að síðustu má nefna að sú réttlæting að Hvammsvirkjun sé mikilvæg tilraun til að varpa ljósi á Holta- og Urriðafossvirkjun er í besta falli í ósamræmi við hlutverk faghópsins og verkefnissjórnar og stangast jafnvel á við lög að mati Landverndar.

Landvernd tekur undir þau rök sem verkefnisstjórn leggur til grundvallar því að taka einungis þrjá virkjanakosti til umfjöllunar, þ.e. Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Rök verkefnastjórnar eru að ekki hafi verið nægur tími til að setja saman faghópa til að fjalla um aðrar af þeim átta virkjunarhugmyndum sem umhverfis- og auðlindaráðherra lagði áherslu á. Landvernd gerir þó athugasemd við að enn hefur ekki farið fram faglegt mat á samfélagslegum áhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár.

Landvernd gagnrýnir harðlega þröngt og leiðandi erindisbréf verkefnisstjórnar til tímabundins faghóps náttúrufræðinga vegna áhrifa virkjananna þriggja á laxfiska í Þjórsá. Af erindisbréfinu virðist mega ráða að hlutverk hópsins sé eingöngu að meta hvort nægjanlega mikið hafi verið dregið úr þeirri óvissu sem leiddi til flokkunar hugmyndanna í biðflokk svo að unnt sé að færa þær aftur í nýtingarflokk. Landvernd telur þvert á móti að ef dregið hefur úr þeirri óvissu þá megi og eigi að meta hvort virkjunarhugmynd fari í verndarflokk eða nýtingarflokk.

Landvernd telur að faghópurinn hafi rökstutt ágætlega flokkun Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar í biðflokk. Í rökstuðningi hópsins kemur fram hvaða rannsóknir og upplýsingar vanti en einnig er vikið að óvissu um árangur mótvægisaðgerða sem hlýtur að vega þungt að mati Landverndar.

Umsogn_Landverndar_tillaga ad flokkun rammaaetlun_nedri hluti Thjorsar_19mars2013
Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ályktanir samþykktar á aðalfundi 2018
7.5.2018

Fréttatilkynning vegna Hvammsvirkjunar
15.3.2018

Orkunýtingarflokkur orðinn alltof stór
6.4.2017

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk
3.8.2016

Tímalína og gögn vegna breytinga á starfsreglum rammaáætlunar
25.2.2016

Drög að breytingum á starfsreglum harðlega gagnrýndar
23.2.2016

Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar
28.9.2015

Ráðherra tryggi fjárveitingar til friðlýsinga í virkjana- og verndaráætlun
15.9.2015

Fjöldi manns mótmælti með Landvernd á Austurvelli í dag
13.5.2015

Mótmælafundur á Austurvelli
12.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar
10.5.2015

Náttúruverndarsamtök telja tillögur Orkustofnunar ekki standast lög
10.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar
30.1.2015

Áskorun á Alþingismenn
28.1.2015

Sátt um rammaáætlun rofin og leikreglur brotnar
27.11.2014

Málþing um virkjanir og samfélag í Skaftárhreppi
25.4.2014

Aukið samstarf eða sameining náttúruverndarfélaga
7.4.2014

Telja tillögu ráðherra ekki samræmast lögum
15.1.2014

Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyinga til virkjana í Skjálfandafljóti
31.5.2013

Næstu skref í rammaáætlun
15.4.2013

Umsögn um tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun virkjunarhugmynda
19.3.2013

Sameiginleg umsögn 13 náttúruverndarfélaga um rammaáætlun
18.11.2011

Landvernd hvetur borgarstjórn - Bitra verði áfram í verndarflokki
8.11.2011

Orkunýtingarflokkur, biðflokkur eða verndarflokkur?
11.10.2011

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum
19.8.2010