Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins

Hraunavinir og tveir einstaklingar hafa, með stuðningi Landverndar, kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Gálgahraunsmálsins. Kærendur telja Hæstarétt hafa brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Er í kærunni m.a. bent á  fyrri aðkomu Markúsar Sigurbjörnssonar hæstaréttardómara að málinu. 

Hæstiréttur hafnaði með dómi í nóvember 2013 beiðni Hraunavina, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fá ráðgefandi álit EFTA dómstólsins um hvort umhverfisverndarsamtök ættu aðgang að dómstólum. Krafan var gerð í lögbannsmáli sem samtökin fjögur höfðuðu gegn Vegagerðinni vegna lagningar nýs Álftanesvegar um Gálgahraun.

Í kærunni til Mannréttindadómstólsins er  þess krafist að viðurkennt verði að íslenska ríkið hafi með þessu brotið á rétti Hraunavina fyrir hönd félagsmanna sinna til réttlátrar málsmeðferðar og til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum. Þau réttindi eru varin af Mannréttindasáttmála Evrópu, sem Ísland er aðili að. Í kærunni er m.a. bent á að Hæstiréttur Íslands komist að annarri niðurstöðu en Evrópudómstólinn í fleiru en einu hliðstæðu máli þar sem umhverfisverndarsamtök leiti til dómstóla. Niðurstaða Evrópudómstólsins í þessum málum er að ekki megi svipta umhverfisverndarsamtök þeim rétti að sækja mál sín fyrir dómstólum sem þau eiga rétt á samkvæmt Árósasamningnum og Evróputilskipunum sem byggja á honum. Ísland er einnig aðili að Árósasamningum. Það er því álit kærenda að Hæstiréttur hafi brotið á rétti Hraunavina.

Einn þáttur kærunnar til Mannréttindadómstólsins lýtur að vafa um óhlutdrægni Markúsar Sigurbjörnssonar hæstaréttardómara. Markús ritaði undir álit um nauðsynlegar lagabreytingar vegna innleiðingar Árósasamningsins árið 2001 sem þáverandi formaður svonefndar réttarfarsnefndar. Réttarfarsnefnd er ólögfest stjórnsýslunefnd sem veitir stjórnvöldum ráðgjöf á sviði réttarfars. Markús sat síðan sem dómsformaður í Gálgahraunsmálinu sem dæmt var í Hæstarétti í nóvember í fyrra þar sem reyndi á rétt umhverfisverndarsamtaka til aðgangs að dómstólum hérlendis samkvæmt Árósasamningnum. Þar tók Hæstiréttur af skarið og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem umhverfisverndarsamtök hafi aðgang að kæruleið í stjórnsýslunni, beri Íslandi ekki að skylda til að tryggja þeim aðgang að dómstólum.

Sökum hinna nánu tengsla álits Markúsar sem formanns réttarfarsnefndar við sakarefnið í Gálgahraunsmálinu er dæmt var í nóvember 2013, höfðu þeir aðilar sem nú hafa kært til Mannréttindadómstólsins því réttmæta ástæðu til að efast um óhlutdrægni hans sem dómara í málinu. Beðið er ákvörðunar Mannréttindadómstólsins um hvort málið verði tekið fyrir.

 

Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ábending um gæðastýringu sauðfjárræktar
28.8.2019

Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
10.5.2019

Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
21.1.2019

Umsögn um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
5.12.2018

Landvernd kvartar til ESA vegna breytinga á lögum um fiskeldi
14.11.2018

Bláfáninn 2018
16.5.2018

Samstarfssamningur endurnýjaður
27.3.2018

Flokkun og viðgerðir vegna utanvegaaksturs
6.11.2017

Farþegum WOW air boðið að styrkja Landvernd
2.2.2017

Laus staða sérfræðings við Grænfánaverkefni Landverndar
18.5.2016

Gálgahraunstónleikar til styrktar níumenningunum
29.10.2014

Aukið samstarf eða sameining náttúruverndarfélaga
7.4.2014

Fréttatilkynning vegna framkvæmda í Gálgahrauni
19.8.2013

Upptaka af fyrirlestri Bill McKibben
23.5.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun
15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi
15.4.2013

Grænfánaverkefnið verði eflt
15.4.2013

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð
15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun
15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi
15.4.2013

Nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun mótmælt
15.4.2013

Aðalfundur Landverndar 13. apríl n.k. kl. 13-16
6.4.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera
5.4.2013

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina
27.3.2013

Fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga
17.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
17.2.2013

Guðmundur Ingi ráðinn framkvæmdastjóri
14.9.2011

Landvernd auglýsir eftir framkvæmdastjóra
27.6.2011

Stefnan tekin á vistvænan lífsstíl
12.3.2011

Starfsfólk Landverndar
21.2.2011

Stjórn Landverndar 2011
21.2.2011

Markmið Landverndar
21.2.2011

Hverjir eru í Landvernd?
21.2.2011

Virkjunaráform í Skaftárhreppi - Haustferð 11.-12. september
7.9.2010

Velheppnuð ferð í Trölladyngju
7.7.2010

Krían - 3ja. tölublað 2003
8.11.2003