Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Haustfréttabréf Skóla á grænni grein 2016

Margrét  Hugadóttir    31.10.2016
Margrét Hugadóttir

Nú er skólaárið 2016-2017 komið vel á veg. Við höfum sinnt margvíslegum verkefnum í haust. Fyrstu úttektarlotu skólaársins er að ljúka og höfum við heimsótt marga skemmtilega leik- og grunnskóla. Undanfarið höfum við verið að uppfæra upplýsingar um þátttökuskóla og við viljum þakka fyrir góð viðbrögð í upplýsingasöfnuninni. Upplýsingarnar eru mikilvægar fyrir utanumhald Grænfánaverkefnisins og sýnileika okkar út á við.

Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa en meðal efnis er:

  • Grænfánaráðstefna verður haldin 10. febrúar: Takið daginn frá!
  • Úttektarlota
  • Tveir nýir Skólar á grænni grein: Tækniskólinn og Verkmenntaskóli Austurlands
  • Ný heimasíða Grænfánans í vinnslu

  • Umhverfistöframaður í heimsókn
  • Nýr starfsmaður Skóla á grænni grein

Lesa fréttabréf

Tögg
IMG_1200.JPG 
Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!