Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Icelandair endurskoði auglýsingu sem hvetur til utanvegaaksturs

Landvernd hefur sent Icelandair bréf vegna auglýsingar á vef fyrirtækisins, Icespiration.no, en þar er vakin athygli viðskiptavina fyrirtækisins á að á Íslandi megi fá útrás fyrir að keyra utan vega. Að mati Landverndar er þetta ábyrgðarlaust af Icelandair og vonast er til að um mistök sé að ræða sem fyrirtækið leiðrétti hið fyrsta. Bréfið í heild sinni má finna hér að neðan og í viðhengi.

 

28. október 2014

Icelandair
b/t Birkis Hólm Guðnasonar, framkvstj.
Reykjavíkurflugvelli
101 Reykjavík

EFNI: Athugasemd við frétt á vefnum Icespiration.no, et inspirajonsmagasin fra Icelandair.

Landvernd varð þess áskynja í gær, 27. október 2014, að Icelandair hafði birt frétt eða auglýsingu á vef sínum Icespiration.no undir heitinu: „Her er Islands råeste eventyr“. Sérstaka athygli Landverndar vakti eftirfarandi setning:

Har du bensin i blodet og elsker å kjøre offroad, er det store muligheter for å fyre opp hestekreftene på Island. Fra Reykjavik kan du ta en dagstur på ATVen eller Quadbiken til de øde områdene Hellisheidi og Blue Mountains. Her kan du gi full gass over snøkledde lava-felt, gjørmehull, vannhull, inn og ut av store klipper og bergsider.” [undirstrikanir og feitletranir eru Landverndar]

Í lauslegri þýðingu Landverndar hljómar þetta svona á íslensku:

Ef þú ert með bensín í blóðinu og elskar að keyra utan vega þá eru góðir möguleikar á að nýta hestöflin á Íslandi. Frá Reykjavík geturðu farið í dagsferðir á Hellisheiði eða til Bláfjalla og keyrt um auð/gróðursnauð svæði á fjórhjóli. Hér getur þú gefið bensínið í botn á snæviþöktum hraunbreiðum, leðju- og drullupollum og þeyst upp og niður kletta og fjallshlíðar.” 

Landvernd harmar þau skilaboð sem Icelandair, eitt stærsta fyrirtækis landsins á sviði ferðamála, sendir hér til viðskiptavina sinna og mögulegra ferðamanna á Íslandi. Landvernd vonast til að hér hafi verið um mannleg mistök að ræða sem verði leiðrétt hið snarasta. Mikil umræða hefur farið fram í samfélaginu á síðustu tveimur árum um neikvæð áhrif ferðamanna á viðkvæma náttúru landsins. Mikilvægt er að fyrirtæki eins og Icelandair taki þátt í þeirri umræðu af ábyrgð, festu og framsýni, en ekki með þeim hætti sem fyrirtækið er hér uppvíst að. Auglýsingin/fréttin á Icespiration.no ýtir undir óábyrgt og óskynsamlegt háttalag sem þjónar öðrum hagsmunum en ferðaþjónustu og náttúruvernd í landinu.

Landvernd bendir Icelandair á að samkvæmt 17. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999 er akstur vélknúinna ökutækja utan vega bannaður, en „Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin.“  [undirstrikanir og feitletranir Landverndar]. Í auglýsingu Icelandair er vissulega talað um „snæviþakta jörð“, en auglýsingunni/fréttinni fylgir mynd þar sem klárlega sést að fjórhjólið hefur farið í gegnum snjóhuluna og niður í gróðursvörð. Þá er í auglýsingunni/fréttinni skýr hvatning til ferðamanna um að aka og þeysa á fjórhjólum utan vega, eins og skýrt kemur fram í fyrstu og síðustu setningunni í ofangreindri tilvitnun. Þá vekur athygli að talað er um auð/gróðursnauð svæði Hellisheiðarinnar og Bláfjalla, en ljóst má vera að það stenst ekki nánari skoðun, auk þess sem akstur utan vega á auðnum er hvort eð er ekki heldur leyfilegur.

Minnt er á að náttúra landsins er sú auðlind sem flestir erlendir gestir, eða 80-90% nefna sem ástæðu Íslandsfarar. Háttalag Icelandair í þessu tilfelli vinnur því gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar í heild sinni. Þá hlýtur þessi auglýsing að stangast á við umhverfisstefnu fyrirtækisins, en þar segir m.a. að „Höfuðmarkmið með sérstakri umhverfisstefnu er að lágmarka umhverfisáhrif frá starfsemi Icelandair...“

Með þessu bréfi óskar Landvernd upplýsinga um það hvort Icelandair telji eðlilegt að þessi texti hafi verið birtur á vef á vegum félagsins eða hvort um mistök hafi verið að ræða. Auk þess hvetur Landvernd Icelandair til að breyta textanum sem allra fyrst þannig að það sé ótvírætt að hann hvetji ekki til eyðileggingar á náttúru Íslands.


Með vinsemd,
fyrir hönd stjórnar Landverndar,

__________________________
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
framkvæmdastjóri Landverndar.

Bref til forstjora Icelandair vegna utanvegaakstursauglysingar_28okt2014
Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - ljósmyndasýning
4.10.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá
17.6.2019

Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
21.1.2019

Flokkun og viðgerðir vegna utanvegaaksturs
6.11.2017

Landvernd fagnar áformum um þjóðgarðsstofnun
22.8.2017

Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu
7.3.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga
8.2.2016

Álag á náttúruna vegna ferðamanna og leiðir til úrbóta
19.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar
10.5.2015

Gálgahraunstónleikar til styrktar níumenningunum
29.10.2014

Málþing um virkjanir og samfélag í Skaftárhreppi
25.4.2014

Tímamótasamstarf um vernd hálendisins
4.4.2014

Standa vörð um almannaréttinn
26.2.2014

Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd
13.12.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun
15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi
15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun
15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi
15.4.2013

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina
27.3.2013

Alþingi klári náttúruverndarfrumvarp fyrir þinglok
13.3.2013

Fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga
17.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
17.2.2013

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á náttúruverndarlögum
30.11.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls
28.6.2011

Eldvötn - ný náttúruverndarsamtök í Skaftárhreppi
17.11.2010

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum
19.8.2010

Freysteinsvaka á Elliðavatni
7.11.2009

Umsagnir um þingmál
8.12.2008

Akstur utan vega - málþing laugardag
29.4.2005

Akstur utan vega - málþingi frestað
13.4.2005

Naust fagnar stækkun þjóðgarðs
20.9.2004

Ísland ,,Eldorado" fyrir utanvegaakstur
18.8.2004

Hellisheiðarvirkjun ásættanlegur kostur
16.1.2004

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað
4.11.2003

Grænlendingar dragi úr fuglaveiðum
25.8.2003

Hvað er ósnortin náttúra?
24.6.2003

17. júní er alþjóðlegi jarðvegsverndardagurinn
17.6.2003