Fréttir Jarðvarmavirkjanir, djúpborun og háspennulínur 22.9.2006 Landvernd 22.9.2006 Landvernd Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir fátt fara meira í taugarnar á sér en háspennulínur og segir þær trufla sig mjög þegar hann stundar útivist. Guðlaugur telur að hægt sé að virkja jarðvarmann í sátt við almenning og umhverfið. Með djúpborun er hægt að margfalda orkuvinnslugetu þeirra háhitasvæða sem þegar hafa verið nýtt að hluta. Þetta þýðir að starfandi jarðvarmavirkjanir geta með nýrri tækni framleitt orku á við Kárahnjúkavirkjun án þess að af því hljótist verulegt umhverfisrask umfram það sem fyrir er. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, telur 10 – 15 ár í það að djúpborunarverkefnið skili árangri. Að mati Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, er það stuttur tími í þessu samhengi og ástæða til þess að flýta sér hægt með það fyrir augum að nýta þau svæði sem þegar eru nýtt að hluta. Frétt frá Hellisheiðavirkjun, Guðlaugur Þór og Bergur Sigurðsson, Ísland í dag 21. september. Frétt um djúpborun í Kröflu, tíufréttir Ríkissútvarpsins 21. september. Tögg djúpboranir Háspennulínur Jarðvarmavirkjanir orkumal orkuveita Reykjavíkur Vista sem PDF