Fréttir Græn og væn Hreinsum Ísland Útgáfa Þjóðráð Landverndar: Ruslapoki úr dagblöðum 22.9.2017 Margrét Hugadóttir 22.9.2017 Margrét Hugadóttir Plastmengun er raunverulegt vandamál. Einfaldasta lausnin við plastmengun er að hætta notkun einnota plastumbúða. Fjölnota í stað einnota Notkun fjölnotapoka við innkaup hefur aukist mikið og víða um land hafa verið settar upp pokastöðvar þar sem taupokarnir eru sameign samfélagsins. Hvað á ég að nota í ruslið? Nú, þegar notkun taupoka er að aukast þá spyrja margir; „Hvað á ég að nota í ruslið?” Við hjá Landvernd bendum fólki á að nýta þá poka sem koma inn á heimilið með öðrum innkaupum, líkt og poka undan salernisrúllum og brauði. Ef sleppa á öllu plasti þá er hægt að búa til ruslapoka úr dagblöðum. Sérstaklega ef flokkað er á heimilinu, því að ef að plast, pappír, málmur og jafnvel lífrænt rusl er flokkað frá, þá er ansi lítill hluti sem fer í almennt rusl til urðunar. Við skorum á þig að prófa! Einnig hvetjum við þig til að taka plastáskorun Landverndar! Tögg flokkun hreinsum ísland plast plastlaus september strandhreinsun Vista sem PDF