Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Jóla- og nýjárskveðja

Landvernd    24.12.2011
Landvernd
Stjórn og starfsmenn Landverndar senda félögum, vinum og velunnurum vistvænar jóla- og nýjárskveðjur. Við þökkum sérstaklega fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt starfi okkar á árinu. Mörg og mikilvæg verkefni eru framundan sem sum hver skipta verulegu máli til framtíðar fyrir náttúruvernd s.s að hafa vakandi auga með löggjöf og gerð opinberra áætlana sem áhrif hafa á náttúru Íslands. Einnig munum við starfa áfram að umhverfisfræðslu innan veggja heimilisins og í skólum. Í farvatninu eru vettvangsferðir um jarðhitasvæði í tengslum við styrk sem the European Outdoor Conservation Association (EOCA) hafði milligöngu um að Landvernd fengi. Styrktaraðili er strokkaframleiðandinn Original Buff á Spáni.
Virkir þátttakendur í verkefninu hér innanlands eru margir s.s. Náttúrufræðistofnun, Vatnajökulsþjóðgarður, Ferðamálastofa, Ferðafélag Íslands o.fl.
Mikill fengur er af styrknum sem ætlað er að stuðla að sjálfbærri ferðamennsku á jarðhitasvæðum á Íslandi.

Yfir hátíðarnar verður viðvera á skrifstofu Landverndar stopul. Ef mikið liggur við er hægt að ná í starfsmenn í farsíma.
Guðmundur Ingi s. 863 1177
Orri Páll s. 845 6774
Sigrún Páls s. 866 9376


Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!