Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Jólagjöf Landverndar - verkefnakista

Katrín Magnúsdóttir    22.1.2015
Katrín Magnúsdóttir
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að verkefnakista Skóla á grænni grein er tilbúin! Verkefnakistan er hugsuð sem vettvangur fyrir kennara til að skiptast á verkefnum. Til að komast á verkefnakistuna ferðu inn á heimasíðu Skóla á grænni grein og smellir þar áverkefnakista. Inni á þeirri síðu eru leiðbeiningar um hvernig á að leita að og hlaða inn verkefnum. 
 
Okkur langar að biðja alla kennara í verkefninu að hjálpa okkur að meta hvernig til hefur tekist með því að smella á þennan hlekk og svara nokkrum spurningum um verkefnakistuna.Okkur þætti vænt um að svörin hefðu borist fyrir 15. janúar svo hægt sé að vinna að lagfæringum fyrir formlega opnun, sem verður 21. janúar. 
 
Við vonum að verkefnakistan eigi eftir að nýtast vel öllum skólum í verkefninu um ókomna tíð!

Að lokum óskum við þér gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með innilegri þökk fyrir samstarfið á því liðna!

Jólakveðja,

Starfsfólk Landverndar og Skóla á grænni grein
Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!