Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Kröflulína 4 stöðvuð til bráðabirgða

Horft frá Leirhnjúki

Landvernd fagnar ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að yfirvofandi lagning 220kV háspennulínu í lofti um Leirhnjúkshraun verði stöðvuð. Framkvæmdir eru óheimilar á meðan nefndin tekur kæru Landverndar og Fjöreggs í Mývatnssveit á framkvæmdaleyfi línunnar til efnislegrar meðferðar. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar felst mikilvæg viðurkenning á stöðu náttúruverndarsvæða gagnvart framkvæmdum, þ.m.t. svæða sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Ekki var fallist á kröfu samtakanna um stöðvun framkvæmda við Þeistareykjalínu 1.

Forsaga málsins er sú að Landvernd og Fjöregg kærðu í maí s.l. framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps til lagningar 220kV loftlínu frá Kröflu að Þeistareykjum, Kröflulínu 4. Landsnet er framkvæmdaraðili. Í kærunni byggðu samtökin á því að Leirhnjúkshraun nýtur sérstakrar verndar sem eldhraun samkvæmt náttúruverndarlögum. Samtökin byggðu einnig á því að friðlýsa ber hraunið samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár, en friðlýsingu er enn ekki lokið. Þá taldi Umhverfisstofnun í umsögn um umhverfismat háspennulína frá Kröflu að Bakka árið 2010 að loftlína myndi hafa talsverð neikvæð og óafturkræf áhrif á Leirhnjúkshraun og veruleg neikvæð áhrif á landslagsheild svæðisins.

Fyrir meira en ári síðan, í mars 2015, fóru Landvernd og Fjöregg fram á að umhverfismat Kröflulínu 4 færi fram að nýju, að öllu leyti eða hluta, þar sem  mun minni raforkuþörf væri á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík eftir að áform um álver á Bakka voru slegin af. Forsendur eldra umhverfismats væru brostnar. Landsneti var í lófa lagið að láta slíkt mat fara fram, eftir að forsendur breyttust endanlega árið 2012 þegar Alcoa féll frá álversáformum sínum. Við hinar breyttu aðstæður á Bakka opnuðust möguleikar á minni og umhverfisvænni mannvirkjum, ekki síst jarðstrengjum sem ekki fari um hraun. Ekkert mat hefur enn verið lagt á umhverfisáhrif jarðstrengja og mögulegar lagnaleiðir þeirra. Að mati Landverndar styðja nýgengnir dómar Hæstaréttar í eignarnámsmálum á Suðurnesjum vegna lagningu Suðurnesjalínu 2 enn frekar kröfu samtakanna vegna Kröflulínu 4. Hæstiréttur ógilti með dómunum eignarnámsákvarðanir ráðherra þar sem Landsnet lét ekki við undirbúning framkvæmdanna fara fram sérstaka athugun á þeim möguleika að leggja jarðstreng vegna línunnar og kannaði meðal annars ekki hvar slíkur strengur gæti legið eða hver yrðu umhverfisáhrif hans.

Úrskurði nefndarinnar frá 30. júní 2016 má finna í viðhengi með þessari fréttatilkynningu, annarsvegar um framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps (Kröflulína 4) og hinsvegar framkvæmdaleyfi Norðurþings (Þeistareykjalína 1).

UUA bradabirgdaurskurdur_Nordurthing stodvun framkv Þ1_mal 54 fra 2016.pdf
UUA bradabirgdaurskurdur_Skutustadahreppur_stodvun framkv KR1_mal 46 fra 2016.pdf
Tögg
Mynd Bergthora Sigurdardottir.jpg 

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ofsaveður og ábyrgðarlaust tal
16.12.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
30.6.2019

Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
15.7.2018

Úrskurður kallar á nýja ákvörðun um umhverfismat hótels í Mývatnssveit
7.7.2017

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni
21.6.2017

Kvörtun til ráðuneytis vegna Umhverfisstofnunar
8.3.2017

Frumsýning heimildarmyndarinnar Línudans
1.3.2017

Fréttatilkynning frá Landvernd: Mývatn njóti vafans – ekki hótelstarfsemi
23.2.2017

Þrjár ákvarðanir vegna hótels á Grímsstöðum í Mývatnssveit kærðar
13.12.2016

Landvernd og Fjöregg stefna íslenska ríkinu
29.11.2016

Jákvæðar breytingar á raflínuáætlun Landsnets
23.11.2016

Stefnumarkandi úrskurður í Bakkalínumáli
11.10.2016

Staðreyndir í Bakkalínumáli
28.9.2016

Áskorun á Alþingi Íslendinga vegna Bakkalína
23.9.2016

Áskorun á Alþingi Íslendinga vegna Bakkalína
23.9.2016

Knappur tímarammi í samningi PCC og Landsnets
20.9.2016

Íhlutun ríkisstjórnar í störf úrskurðarnefndar fráleit
12.9.2016

Krafa um nýtt umhverfismat Bakkalína ítrekað
23.8.2016

Stöðvun framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4
22.8.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets
9.6.2016

Landsnet úrskurðað til að afhenda Landvernd skýrslu
1.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit
19.5.2016

Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar
4.5.2016

Umhverfisvernd fyrir dómi - kerfisáætlun ekki bindandi
16.11.2015

Áskorun gegn Sprengisandslínu
11.11.2015

Veikir umhverfisvernd á Ísland
11.9.2015

Landsnet neitar að afhenda skýrslu
30.6.2015

Landvernd ítrekar kröfu sína um nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka
8.6.2015

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd
19.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar
10.5.2015

Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka
24.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar
30.1.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi
30.11.2014

Umsögn við drög að skýrslu Ramsarskrifstofunnar um áhrif Bjarnarflagsvirkjunar
1.11.2013

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3
23.3.2013

Ramsar rannsaki áhrif jarðvarmavirkjunar á lífríki Mývatns
28.9.2012