Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Kynning á frambjóðendum til stjórnar Landverndar 2011

Landvernd    24.5.2011
Landvernd
Nú í aðdraganda aðalfundar hefur uppstillingarnefnd Landverndar borist framboð frá nokkrum einstaklingum, bæði til stjórnar og formennsku. Tveir eru í framboði til formanns Landverndar á komandi aðalfundi, þeir Björgólfur Thorsteinsson núverandi formaður og Guðmundur Hörður Guðmundsson. Af núverandi stjórnarmönnum sem eru í kjöri gefa þau Jón S. Ólafsson og Hrefna Sigurjónsdóttir kost á sér áfram. Fjórir einstaklingar eru auk þeirra í framboði til stjórnar:
Einar Bergmundur Arnbjörnsson
Helena Óladóttir
Anna Gunnhildur Sverrisdóttir
Helga Ögmundardóttir
Kynningar á frambjóðendum verða birtar á heimasíðu eftir því sem þær berast.

Kynning á framboði Guðmundar Harðar Guðmundssonar til formanns Landverndar

GUÐMUNDUR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON, umhverfisfræðingur og fyrrverandi upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins, hefur boðið sig fram til formanns Landverndar. Fram kemur í yfirlýsingu frá Guðmundi að á næstu misserum muni reyna mjög á krafta umhverfisverndarhreyfinga í landinu og hann vilji taka virkan þátt í þeirri baráttu. Nefnir hann sem dæmi að stefnt sé að samþykkt Rammaáætlunar á Alþingi næsta haust, unnið sé að breytingum á náttúruverndarlögum og að efnahagskreppa og verðhækkun á orku og matvælum hafi leitt til aukinnar ásóknar í auðlindir. Guðmundur var einn af stofnendum Félags umhverfisfræðinga á Íslandi og hefur meðal annars verið formaður félagsins. Hann hefur kennt umhverfisstjórnmál við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst.

Sjá nánar um Guðmund Hörð

Kynning á framboði Helgu Ögmundardóttur til setu í stjórn Landverndar

HELGA ÖGMUNDARDÓTTIR er 46 ára mannfræðingur sem nú ver doktorsritgerð sína við Uppsalaháskóla. Í henni notar Helga eigindlegar aðferðir, viðtöl og þátttökuathuganir, til að lýsa og greina viðhorf þeirra heimamanna í Gnúpverjahreppi sem hafa lagst gegn virkjun á afrétti sínum sunnan Hofsjökuls, þ.e. í Þjórsárverum. Aðrar rannsóknir Helgu hafa m.a. tengst nýtingu sjávar í N-Atlantshafi, áhrifum kvótakerfis á byggðarlög, viðhorfum almennings til vistvænna bifreiða og sögu og nýtingar afrétta á Íslandi. Hún starfaði áður við garðyrkju og hefur kennt umhverfistengd námskeið við Háskóla Íslands.

Sjá nánar um Helgu Ögmundardóttur

Kynning á framboði Einars Bergmundar til stjórnar Landverndar

Einar Bergmundur Arnbjörnsson er menntaðar tölvunarfræðingur og heimildarljósmyndari en hefur á undanförum árum starfað við þróun vefsins Náttúran.is. Áherslur Einars Bergmundar í stjórn Landverndar munu verða efling félagsstarfsins, almennar umræður og sýnaleiki félagsins útávið.

Sjá nánar um Einar Bergmund

Nánar á Náttúran.is

Kynning á framboði Helenu Óladóttur til stjórnar Landverndar

HELENA ÓLADÓTTIR er menntaður umhverfisfræðingur og starfar hún sem verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur. Helena hefur víðtæka þekkingu á málefnum umhverfisfræðslu og sjálfbærrar þróunar sem nýst gæti Landvernd afar vel í ljósi þeirrar áherslu sem samtökin leggja á ofangreind málefni.

Sjá nánar um Helenu
Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Við minnum á aðalfundinn
25.4.2019

Aðalfundur Landverndar 30. apríl 2018
28.3.2018

Aðalfundur Landverndar 13. maí og Græðum Ísland hleypt af stokkunum
5.5.2017

Aðalfundur Landverndar verður 30. apríl
12.3.2016

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar
10.5.2015

Dagskrá aðalfundar Landverndar 2015
2.5.2015

Aðalfundur Landverndar 2015
7.4.2015

Aukið samstarf eða sameining náttúruverndarfélaga
7.4.2014

Aðalfundur hafinn: fimmföldun félagsmanna
5.4.2014

Aðalfundur Landverndar 5. apríl n.k.
28.3.2014

Boðað til aðalfundar Landverndar 5. apríl n.k.
8.3.2014

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun
15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi
15.4.2013

Grænfánaverkefnið verði eflt
15.4.2013

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð
15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun
15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi
15.4.2013

Nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun mótmælt
15.4.2013

Úrsögn Grindavíkur úr Reykjanesfólkvangi
15.4.2013

Aðalfundur Landverndar 13. apríl n.k. kl. 13-16
6.4.2013

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2012
29.2.2012

Nýárskveðja formanns
1.1.2012

Umsögn um hvítbók
15.12.2011

Drög að skipulagsreglugerð
1.12.2011

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á náttúruverndarlögum
30.11.2011

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun þjóðgarðs við Breiðafjörð
30.11.2011

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs
30.11.2011

Frumvarp um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál
24.11.2011

Umsögn um drög að aðalskipulagi Mýrdalshrepps
22.11.2011

Umsögn um drög að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024
17.11.2011

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi
11.11.2011

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum
9.11.2011

Gengið um Þingvelli á Degi íslenskrar náttúru
14.9.2011

Guðmundur Ingi ráðinn framkvæmdastjóri
14.9.2011

Fjöll og fjölskrúðug hverasvæði Kerlingarfjalla
30.6.2011

Ályktanir aðalfundar Landverndar
27.5.2011

Fjölmennur aðalfundur Landverndar
27.5.2011

Fyrsta ferð sumarsins 29. maí - Reykjanes, Reykjanestá og Gunnuhver
23.5.2011

Efni aðalfundar 2011 - Umgengni við landið
18.5.2011

Tilkynning frá uppstillingarnefnd
17.5.2011

Aðalfundur 26. maí að Nauthóli
9.5.2011

Aðalfundur Landverndar 2006
28.4.2006

Ályktun um tilraunaverkefni um verndun menningarumhverfis landslags
31.10.1998