Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Landvernd ítrekar kröfu sína um nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka

„Stórar raflínur hafa einatt valdið miklum áhrifum í náttúru Íslands. Eins og við alla aðra meiriháttar mannvirkjagerð þarf að velja besta kostinn. Það þýðir meðal annars að mannvirkin þurfa að vera hæfileg og leitast verður við að takmarka tjónið sem þau valda í náttúrunni. Sveitarstjórnir gegna þar mikilvægu hlutverki að lögum. Þær eiga að sjá til þess að ekki sé gengið meira á náttúru og umhverfi en brýna nauðsyn ber til.“

Þetta kemur fram í bréfi Landverndar til Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og sveitarstjórna Norðurþings og Akureyrarbæjar. Landsnet vill nú leggja stóra loftlínu til að flytja orku til kísilvers á Bakka (sjá hér að neðan). Með bréfi frá mars sl. benti Landvernd Skipulagsstofnun á nauðsyn nýs umhverfismats. Landvernd telur ljóst að um aðra framkvæmd sé að ræða en gert var ráð fyrir árið 2010 þegar álver var enn inni í myndinni. Nýtt umhverfismat þurfi því að fara fram.

Línan til kísilversins þarf aðeins að flytja einn tíunda af orkunni sem hefði þurft til álvers. Því eru forsendur gerbreyttar. Tækifæri hafa skapast til að kanna aðra og umhverfisvænni kosti líkt og jarðstrengi. Í umhverfismatinu 2010 voru jarðstrengir ekki taldir til raunhæfra kosta, enda var þá gert ráð fyrir tíföldum orkuflutningi og tvöföldu raforkuöryggi að auki. Í byrjun maí sl. var Landsnet einnig úrskurðað til að gera ráð fyrir jarðstrengjum sem valkosti í stórum raflínum frá Kröflu í Fljótsdal. Landvernd telur augljóst að það sama eigi við á öðrum leiðum, þar á meðal frá Kröflu til Bakka sem og við Akureyrarflugvöll.

Landvernd hafnar alfarið gagnrýni sveitarstjórnanna og samtaka þeirra sem fram hefur komið á síðustu vikum. Hefur Landvernd fært fram málefnaleg rök fyrir því að forsendur umhverfismats frá 2010 eigi ekki við í dag.

Landvernd krefst úrlausna í raforkuflutningi sem minnstum spjöllum valdi. Landvernd gagnrýnir að sveitarfélög styðji við ótímabærar og mögulega óarðbærar fjárfestingar Landsnets þegar ljóst er að aðrir og umhverfisvænni kostir er raunhæfir. Það  er skylda sveitarfélaganna á svæðinu, miklu fremur en Landverndar, að sinna umhverfismálum í eigin ranni. Hefði þeim sjálfum verið í lófa lagið að knýja á um nýtt umhverfismat  þegar  óskir Landsnets komu fram um að leggja línu í þágu kísilvers á Bakka. Allri gagnrýni um að krafa Landverndar hafi komið seint fram er vísað til föðurhúsanna. Það sama á við um ásakanir sveitarfélaganna og samtaka þeirra um að krafa Landverndar sé til þess fallin að valda sveitarfélögunum skaða. Bent er á að bréf Landverndar til Skipulagsstofnunar var sent í mars s.l. án þess að Landsnet hafi þá hafið neinn formlegan undirbúning framkvæmda með leyfisbeiðnum. Krafan kom því tímanlega fram og er ekki við Landvernd að sakast að neinu leyti.

Fjöregg, samtök um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, hefur nú tekið undir kröfu Landverndar og sent Skipulagsstofnun erindi þar að lútandi. Þá hafa fimm landeigendur í Mývatnssveit einnig sent Skipulagsstofnun kröfu um nýtt umhverfismat.

Bref til sveitarstjorna vegna vidbragda_8juni2015_LOKA
Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ofsaveður og ábyrgðarlaust tal
16.12.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
30.6.2019

Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
15.7.2018

Fréttatilkynning vegna Hvammsvirkjunar
15.3.2018

Fréttatilkynning: Raforkuöryggi á Vestfjörðum best tryggt með jarðstrengjum
10.1.2018

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni
21.6.2017

Frumsýning heimildarmyndarinnar Línudans
1.3.2017

Þrjár ákvarðanir vegna hótels á Grímsstöðum í Mývatnssveit kærðar
13.12.2016

Jákvæðar breytingar á raflínuáætlun Landsnets
23.11.2016

Stefnumarkandi úrskurður í Bakkalínumáli
11.10.2016

Staðreyndir í Bakkalínumáli
28.9.2016

Áskorun á Alþingi Íslendinga vegna Bakkalína
23.9.2016

Áskorun á Alþingi Íslendinga vegna Bakkalína
23.9.2016

Knappur tímarammi í samningi PCC og Landsnets
20.9.2016

Íhlutun ríkisstjórnar í störf úrskurðarnefndar fráleit
12.9.2016

Krafa um nýtt umhverfismat Bakkalína ítrekað
23.8.2016

Stöðvun framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4
22.8.2016

Vegagerðinni óheimilt að búta niður framkvæmdir til að komast hjá umhverfismati. 
20.7.2016

Kröflulína 4 stöðvuð til bráðabirgða
4.7.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets
9.6.2016

Landsnet úrskurðað til að afhenda Landvernd skýrslu
1.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit
19.5.2016

Umhverfisvernd fyrir dómi - kerfisáætlun ekki bindandi
16.11.2015

Áskorun gegn Sprengisandslínu
11.11.2015

Gefum engan afslátt af umhverfismati
5.10.2015

Hörð gagnrýni á Vegagerðina og Skipulagsstofnun
29.9.2015

Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar
28.9.2015

Veikir umhverfisvernd á Ísland
11.9.2015

Landsnet neitar að afhenda skýrslu
30.6.2015

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd
19.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar
10.5.2015

Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka
24.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar
30.1.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi
30.11.2014

Áfangasigur í baráttunni fyrir verndun Mývatns
10.11.2014

Gagnrýna eignarnámsleyfi iðnaðarráðherra
13.3.2014

Ramsar tekur undir með Landvernd
13.1.2014

Jarðstrengir raunhæfur valkostur til flutnings raforku
13.11.2013

Eru jarðstrengir raunverulegur kostur?
11.11.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun
15.4.2013

Aðalfundur Landverndar 13. apríl n.k. kl. 13-16
6.4.2013

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3
23.3.2013

Landvernd krefst stöðvunar framkvæmda við Bjarnarflag
12.3.2013

Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum
12.2.2013

Umsögn um tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu
20.11.2012

Umhverfismat verði endurtekið
10.10.2012

RÚV "Umdeildar framkvæmdir í Bjarnarflagi"
10.10.2012

„Mývatn er náttúruperla sem er í mikilli hættu“
10.10.2012

Landsvirkjun stöðvi framkvæmdir við Mývatn
8.10.2012

Frétt á RUV "Vilja stöðva framkvæmdir
7.10.2012

Ramsar rannsaki áhrif jarðvarmavirkjunar á lífríki Mývatns
28.9.2012

Álver í ólgusjó
25.11.2010