Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Landvernd kvartar til ESA vegna breytinga á lögum um fiskeldi

    14.11.2018

Landvernd hefur kvartað til ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) vegna breytingar á lögum um fiskeldi sem brýtur gegn reglum EES samningsins. Í byrjun október breytti Alþingi lögum um fiskeldi með frumvarpi sem samþykkt var samdægurs og eftir afar takmarkaðar umræður á Alþingi. Með frumvarpinu var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimilað að gefa út bráðabirgðarekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja. Ekki er gert ráð fyrir því að slík bráðabirgðaleyfisveiting fari í umhverfismat eða að almenningur og samtök almennings geti komið sjónarmiðum sínum að áður en leyfi er veitt. Einnig útilokar hin nýja löggjöf að leyfisveitingin sé kærð til óháðs og hlutlauss aðila á borð við úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Eru þetta brot á EES reglum sem eiga uppruna sinn í Árósasamningum sem Ísland hefur fullgilt. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf þann 5. nóvember síðastliðinn út tvö slík bráðabirgðaleyfi án þess að gætt væri að þessum kröfum EES-réttar.

Lengi vel var reynt að komast hjá því að framkvæma umhverfismat og útiloka almenning og samtök hans frá þátttöku í ákvörðunum sem vörðuðu umhverfið. Nokkuð hefur verið bætt úr því á undanförnum árum en hin nýja lagasetning felur í sér afturhvarf til fyrri og verri tíma. Þessar reglur EES réttar og Árósasamningsins voru settar til þess að tryggja að fleiri raddir heyrðust þegar ákvarðanir um stórar framkvæmdir eða starfsleyfi eru teknar. Er það grundvöllur þess að sjónarmiðum náttúru- og umhverfisverndar sé gert jafn hátt undir höfði og efnahagslegum sjónarmiðum.

Við afgreiðslu lagabreytingarinnar á Alþingi kom í ljós að þar vantar sárlega málsvara umhverfisins. Stjórnmálafólk sem ekki bara réttlætir heldur tekur virkan þátt í aðför að stoðum Árósasamningsins getur ekki talist sérstakir varðmenn umhverfisins.

Tögg
DSC_0286.JPG 

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ábending um gæðastýringu sauðfjárræktar
28.8.2019

Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
10.5.2019

Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
21.1.2019

Umsögn um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
5.12.2018

Bláfáninn 2018
16.5.2018

Samstarfssamningur endurnýjaður
27.3.2018

Flokkun og viðgerðir vegna utanvegaaksturs
6.11.2017

Farþegum WOW air boðið að styrkja Landvernd
2.2.2017

Náttúruverndarsamtök kæra Bakkalínur til ESA
3.10.2016

Laus staða sérfræðings við Grænfánaverkefni Landverndar
18.5.2016

Brotið á almenningi og umhverfissamtökum
10.5.2016

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins
13.10.2014

Upptaka af fyrirlestri Bill McKibben
23.5.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun
15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi
15.4.2013

Grænfánaverkefnið verði eflt
15.4.2013

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð
15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun
15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi
15.4.2013

Nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun mótmælt
15.4.2013

Aðalfundur Landverndar 13. apríl n.k. kl. 13-16
6.4.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera
5.4.2013

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina
27.3.2013

Fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga
17.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
17.2.2013

Guðmundur Ingi ráðinn framkvæmdastjóri
14.9.2011

Landvernd auglýsir eftir framkvæmdastjóra
27.6.2011

Stefnan tekin á vistvænan lífsstíl
12.3.2011

Starfsfólk Landverndar
21.2.2011

Stjórn Landverndar 2011
21.2.2011

Markmið Landverndar
21.2.2011

Hverjir eru í Landvernd?
21.2.2011

Virkjunaráform í Skaftárhreppi - Haustferð 11.-12. september
7.9.2010

Velheppnuð ferð í Trölladyngju
7.7.2010

Krían - 3ja. tölublað 2003
8.11.2003