Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Landvernd óskar eftir sérfræðingi

Margrét  Hugadóttir    17.5.2018
Margrét Hugadóttir

Landvernd óskar eftir að ráða starfsmann við verkefnið Skólar á grænni grein - Grænfánaverkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt menntaverkefni um umhverfismál og sjálfbærni sem rekið er í um 200 skólum á öllum skólastigum á Íslandi. Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs í 100% stöðu frá 1. september 2018 til 1. júní 2019.

Starfssvið

Starfsmaður tekur m.a. þátt í úttekt á umhverfisstarfi þátttökuskóla, heldur kynningar og veitir skólum ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbærni, kemur að gagnaöflun, úrvinnslu og skýrsluskrifum. Starfsmaður tekur einnig þátt í öðrum verkefnum Landverndar.

Menntun og hæfniskröfur

Krafist er háskólaprófs á sviði menntavísinda eða skyldra greina, reynsla eða menntun á sviði umhverfisfræða eða sjálfbærni er kostur. Þekking og reynsla af skólastarfi leik- eða grunnskóla er skilyrði og þekking á menntun til sjálfbærni er æskileg. Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir, jafnt hvað varðar börn, unglinga og fullorðna. Gerð er krafa um frumkvæði, sjálfstæði og jákvæðni í starfi og öguð og skipulögð vinnubrögð. Starfið felur í sér allmörg ferðalög innanlands.

Umsókn og frestur

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og greinagerð þar sem ástæða umsóknar eru útlistuð, hæfni viðkomandi til að gegna starfinu lýst og listi yfir 2 meðmælendur gefinn. Umsóknir skulu sendar á caitlin(hjá)landvernd.is merktar „Grænfánaumsókn“. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2018. Nánari upplýsingar veita Katrín Magnúsdóttir verkefnisstjóri Grænfánans, katrin(hjá)landvernd.is og Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í s. 552-5242.

Tögg
LOGO_SGG_300x400-01.jpg 

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!