Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Laxeldið og áhrif þess á lífríkið

Landvernd    9.11.2003
Landvernd

Landvernd boðar til málstofu þriðjudag 11. nóvember í Norræna húsinu í Reykjavík til að fjalla um laxeldi í sjókvíum og möguleg áhrif þess á íslenskt lífríki". Jafnframt á að varpa ljósi á þá samfélagslegu hagsmuni sem tengjast laxeldi og veiðum í ám.

Hvað má læra af reynslu af laxeldi í sjókvíum í Noregi, Skotlandi og Kanada? Er hægt að fyrirbyggja að eldislax sleppi eða koma í veg fyrir að hann hafi truflandi áhrif á aðrar villtar lífverur? Hafa íslensk stjórnvöld sett laxeldi þær reglur sem tryggja vernd lífríkisins. Hvaða samfélagshagsmunir eru í húfi vegna laxeldis annars vegar og nytja af fiskum í ám hins vegar? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem reynt verður að leita svara við á málstofunni.

Málshefjendur verða Sigurður Guðjónsson forstöðumaður Veiðimálastofnunar, Gísli Jónsson dýralæknir fisksjúkdóma, Vigfús Jóhannsson formaður Landssambandi fiskeldisstöðva og Óðinn Sigþórsson formaður Landssambandi veiðifélaga

Fundarstjóri verður Freysteinn Sigurðsson, starfandi formaður Landverndar.

Málstofan er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Felilxson í síma 552 52 42 /gsm 699 2682.

Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!