Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Misskilningur í máli Iðnaðarráðherra

Auður  Önnu Magnúsdóttir    27.6.2018
Auður Önnu Magnúsdóttir
fifl.is    

Mikilvægt er að leiðrétta misskilning sem kemur fram í máli iðnaðarráðherra í frétt RÚV í gær um leikreglur í virkjanamálum á Íslandi í tengslum við tillögu Náttúrufræðistofnunar Ísland um friðlýsingu svæða við Drangajökul, en með friðlýsingu væri fyrirhuguð Hvalárvirkjun mögulega úr sögunni.

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðnðarráðherra virðist telja að þau mögulegu virkjunarsvæði sem hafa verið settir í nýtingaflokk rammaáætlunar hafi þar með hlotið blessun sem virkjanakostir. 

Hið rétta er að með því að setja tiltekið landsvæði í nýtingarflokk rammaáætlunar er heimilt að rannsaka og skoða virkjanakosti á því svæði áfram til nýtingar og þar með setja þá í mat á umhverfisáhrifum. Hvalárvirkjun fór í slíkt mat og álit Skipulagsstofnunar var virkjuninni mjög óhagfellt. Rammaáætlun er í raun grófflokkun á kostum þar sem nánara mat á eftir að fara fram. 

Mynd:fifl.is

 

Tögg
foss_strandir.PNG 

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!