Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Ofsaveður og ábyrgðarlaust tal

Landvernd    16.12.2019
Landvernd

FRÉTTATILKYNNING FRÁ STJÓRN LANDVERNDAR

Í erfiðu ástandi sem skapaðist víða um land vegna fárviðris og langvarandi rafmagnsleysis virðist sem stjórnendur helstu orkufyrirtækja landsins varpi ábyrgð á landeigendur og náttúruverndarfólk. Fáeinir stjórnmálamenn hafa í fljótfærni tekið undir þennan málflutning og kalla eftir aðgerðum sem auðvelda fyrirtækjum að ráðast í umdeildar framkvæmdir. Þessi upphlaup eru óheppileg svo vægt sé til orða tekið.

Greina þarf veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins

Stjórn Landverndar telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum.

Tengja þarf byggðir með jarðstrengjum

Afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun er ein mikilvægasta undirstaða velsældar í landinu. Landvernd hefur í því sambandi lagt áherslu á auka notkun jarðstrengja þar sem það dregur úr neikvæðum sjónrænum áhrifum og eykur afhendingaröryggi. Þessi sjónarmið hafa gleðilega átt vaxandi fylgi að fagna.

Í þeim tilfellum þegar Landvernd hefur gert athugasemdir við raflínulagnir hefur það verið vegna lína fyrir stóriðju og þegar mikil náttúruverðmæti eru í húfi ef loftlína yrði reist. Aðeins í tveimur tilfellum hafa samtökin farið með mál fyrir dómsstóla, eins og heimilt er í löndum sem skilgreina sig réttarríki.

Ódýrasti virkjunarkosturinn er bætt orkunýtni

Frá 2011 til 2018 jókst raforkuframleiðsla á Íslandi úr 16,8 í 19, 8 teravattstundir, eða um tæplega 18 %. Á sama tíma fjölgaði íbúum um tæplega 12 %. Fram hafa komið fréttir frá orkuframleiðendum að þeir geti aukið nýtni núverandi orkuvera á næstu árum m.a. vegna endurnýjunar tækja og breyttu vatnafari vegna bráðnunar jökla. Ódýrasti virkjunarkosturinn, bætt orkunýtni, er ein vannýttasta auðlind landsins.

80% raforkuframleiðslu Íslands fer til stóriðju og í bit-coin gröft

Allt tal um að umdeildar virkjanir sem stórskaða náttúruarf þjóðarinnar séu nauðsynlegar fyrir orkuöryggi landsins er því villandi málflutningur. Orka til almennra nota er nægjanleg enda fara liðlega 80 % raforkuframleiðslu í dag til stóriðju og í bit-coin gröft sem ekki skapar samfélagsleg verðmæti.

Hætta á ofsaveðri fer vaxandi vegna loftslagsbreytunga, styrkja þarf flutning á rafmagni til almennrar notkunar

Landvernd lýsir eftir að ástæður fyrir þeim vanda sem skapaðist vegna rafmagnsleysis í undanfarna daga verði grandskoðaðar. Þegar öll kurl koma til grafar verði leitað að hagkvæmum lausnum sem ekki valda skaða á náttúru landsins til að styrkja flutning á rafmagni til almennra nota til framtíðar, þar sem hætta á ofsaveðri fer vaxandi. Þar til þetta liggur fyrir er heppilegast að staldra við frekar enn að leita að sökudólgum.

Ef frekari upplýsinga er óskað, vinsamlegast hafið samband við Auði Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Landverndar í síma 8435370 

Tögg
laegdir-vid-island-2010-Wikimedia-NASA.jpg 

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
30.6.2019

Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
15.7.2018

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni
21.6.2017

Frumsýning heimildarmyndarinnar Línudans
1.3.2017

Jákvæðar breytingar á raflínuáætlun Landsnets
23.11.2016

Stefnumarkandi úrskurður í Bakkalínumáli
11.10.2016

Staðreyndir í Bakkalínumáli
28.9.2016

Knappur tímarammi í samningi PCC og Landsnets
20.9.2016

Íhlutun ríkisstjórnar í störf úrskurðarnefndar fráleit
12.9.2016

Krafa um nýtt umhverfismat Bakkalína ítrekað
23.8.2016

Stöðvun framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4
22.8.2016

Kröflulína 4 stöðvuð til bráðabirgða
4.7.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets
9.6.2016

Landsnet úrskurðað til að afhenda Landvernd skýrslu
1.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit
19.5.2016

Umhverfisvernd fyrir dómi - kerfisáætlun ekki bindandi
16.11.2015

Áskorun gegn Sprengisandslínu
11.11.2015

Veikir umhverfisvernd á Ísland
11.9.2015

Landsnet neitar að afhenda skýrslu
30.6.2015

Landvernd ítrekar kröfu sína um nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka
8.6.2015

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd
19.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar
10.5.2015

Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka
24.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar
30.1.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi
30.11.2014

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3
23.3.2013

Stóriðjuframkvæmdir taka völdin á ný
26.9.2006