Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Plastlaus september

Margrét  Hugadóttir    8.9.2017
Margrét Hugadóttir

Plastlaus september er árvekniátak, sem hófst þann 1. september 2017. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka plastnotkun. Verkefnið er grasrótarverkefni og eru aðstandendur þess sjö konur með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu af atvinnulífinu. Þær hafa  tekið virkan þátt í umræðum um aðgerðir gegn plastmengun. Verkefnið verður vonandi að árlegum viðburði. 

Plastlaus september hvetur okkur til að kaupa minna af einnota plasti í september. Við getum valið hvort við tökum þátt í einn dag, eina viku, heilan mánuð eða til frambúðar.

Landvernd hvetur að auki einstaklinga, hópa og fyrirtæki að skipuleggja sína eigin strandhreinsun og skrá sig til leiks á hreinsumisland.is

Tögg
Plastlaus_September-merki.jpg 

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!