Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Sátt um rammaáætlun rofin og leikreglur brotnar

Stjórn Landverndar mótmælir harðlega tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir í nýtingarflokk rammaáætlunar. Tilkynningu samtakanna má lesa hér:

Sátt er rofin og málsmeðferðarreglur brotnar með tillögu atvinnuveganefndar um átta virkjanahugmyndir í nýtingarflokk

"Stjórn Landverndar mótmælir harðlega framkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Fimm af þessum hugmyndum hafa ekki hlotið þá málsmeðferð sem lög mæla fyrir um. Aðkoma verkefnisstjórnar, faghópa hennar og almennings er engin. Tillaga atvinnuveganefndar felur í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Þá er tillagan brot á grundvallarmarkmiði rammaáætlunarlaganna um að nýting byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati. Verði tillagan samþykkt er rammaáætlunarferlið ónýtt.

Stjórn Landverndar bendir á að tillaga atvinnuveganefndar virðist vera í andstöðu við málsmeðferðarreglur rammaáætlunarlaga. Lögin kveða á um skýrt verklag. Í fyrsta lagi er það umhverfisráðherra sem með lögunum er falið að leggja tillögur um flokkun virkjanahugmynda fyrir Alþingi. Í þessu máli hefur það ekki verið gert nema um þrjár hugmyndir í neðrihluta Þjórsár. Í öðru lagi verður ráðherra að byggja tillögur sínar á mati verkefnisstjórnar rammaáætlunar um rökstudda flokkun virkjunarhugmynda, að teknu tilliti til umsagna almennings og hagsmunaaðila. Fimm af átta virkjunarhugmyndum sem atvinnuveganefnd leggur til að færa í nýtingarflokk hafa hinsvegar ekki fengið þessa faglegu umfjöllun. Í þriðja lagi hefur engin átta hugmyndanna verið metin með stigagjöf af faghópum verkefnisstjórnar, en það er hinn lögmæti undanfari mats verkefnisstjórnar.

Stjórn Landverndar bendir á að verði tillagan samþykkt og verklag atvinnuveganefndar reynist í ósamræmi við lög, yrðu allar ákvarðanir sem byggja á samþykktinni jafnframt ólögmætar og að engu hafandi.

Stjórn Landverndar tekur fram að í athugasemdum samtakanna við afgreiðslu núgildandi rammaáætlunar lagði Landvernd til að allar virkjanahugmyndir á hálendinu yrðu settar í verndarflokk, þ.m.t. Hagavatnsvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hágönguvirkjanir, auk Hólmsárvirkjunar við Atley. Þá lagði Landvernd til að virkjanir í neðrihluta Þjórsár færu í biðflokk. Samtökin ítreka þetta mat sitt sem byggir á gögnum fyrri verkefnisstjórnar rammaáætlunar.

Stjórn Landverndar mótmælir tillögunni harðlega og krefst þess að atvinnuveganefnd virði leikreglur og viðleitni til sátta um stefnumótun í orkumálum á grundvelli rammaáætlunar."

Tögg
Hagavatnsskali_mynd Mike John     Hagavatnsskali_mynd Mike John     Hagavatnsskali_mynd Mike John     Hagavatnsskali_mynd Mike John     Hagavatnsskali_mynd Mike John    

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ályktanir samþykktar á aðalfundi 2018
7.5.2018

Orkunýtingarflokkur orðinn alltof stór
6.4.2017

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk
3.8.2016

Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu
7.3.2016

Tímalína og gögn vegna breytinga á starfsreglum rammaáætlunar
25.2.2016

Drög að breytingum á starfsreglum harðlega gagnrýndar
23.2.2016

Ráðherra tryggi fjárveitingar til friðlýsinga í virkjana- og verndaráætlun
15.9.2015

Fjöldi manns mótmælti með Landvernd á Austurvelli í dag
13.5.2015

Mótmælafundur á Austurvelli
12.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar
10.5.2015

Málþing um miðhálendið
5.5.2015

Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíó 16.apríl kl 20:00
13.4.2015

Yfir 60% styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
25.3.2015

Náttúruverndarsamtök telja tillögur Orkustofnunar ekki standast lög
10.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar
30.1.2015

Áskorun á Alþingismenn
28.1.2015

Óskað eftir verkefnisstjóra hálendisverkefnis
22.12.2014

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi
30.11.2014

Málþing um virkjanir og samfélag í Skaftárhreppi
25.4.2014

Aukið samstarf eða sameining náttúruverndarfélaga
7.4.2014

Tímamótasamstarf um vernd hálendisins
4.4.2014

Gagnrýna flokkun Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk
19.3.2014

Telja tillögu ráðherra ekki samræmast lögum
15.1.2014

Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyinga til virkjana í Skjálfandafljóti
31.5.2013

Næstu skref í rammaáætlun
15.4.2013

Umsögn um tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun virkjunarhugmynda
19.3.2013

Sameiginleg umsögn 13 náttúruverndarfélaga um rammaáætlun
18.11.2011

Landvernd hvetur borgarstjórn - Bitra verði áfram í verndarflokki
8.11.2011

Mikill stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
2.11.2011

Orkunýtingarflokkur, biðflokkur eða verndarflokkur?
11.10.2011

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum
19.8.2010