Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð

Aðalfundur Landverndar, haldinn 13. apríl 2013, ályktaði um stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan auðlindaarð af olíuvinnslu Íslendinga:

"Aðalfundur Landverndar 2013 lýsir yfir óánægju með þá stefnu sem stjórnvöld hafa tekið í olíumálum en hvetur um leið fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi til að móta lög og reglur með þeim hætti að allur auðlindaarður af vinnslu jarðefnaeldsneytis verði varðveittur handa komandi kynslóðum.

Greinargerð
Nú þegar loftslag Jarðar tekur örum breytingum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að hefja leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í lögsögu Íslands. Á sama tíma vara vísindamenn við því að einungis megi brenna um fimmtungi af þekktum birgðum af olíu, gasi og kolum sem eftir eru í jarðlögum ef forða eigi mannkyninu frá alvarlegum afleiðingum öfgakenndrar loftslagshlýnunar.

Talið er að mannkynið geti tekist á við allt að 2°C hlýnun en með ærnum tilkostnaði og raski á samfélögum og náttúru. Til samanburðar er hlýnunin, sem nú þegar veldur þungum áhyggjum, 0,8°C. Alþjóðabankinn hefur varað við að loftslagið kunni að hitna um allt að 4°C til loka aldarinnar verði ekki dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eyðingu skóga. 

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu eykur á þennan fyrirsjáanlega loftslagsvanda og leggur þannig auknar byrðar á komandi kynslóðir. Það gengur þvert á fyrirheit um sjálfbæra þróun íslensks samfélags, en í þekktri skilgreiningu segir að þróun sé sjálfbær ef hún mætir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum.

Talsverðar líkur eru á að komandi kynslóðir standi frammi fyrir flóknum og miklum vanda vegna hlýnandi loftslags. Þannig ríkir mikil óvissa um aflabrögð og verðmæti sjávarfangs vegna breytinga á lífríki hafsins í kjölfar hlýnunar og súrnunar sjávar. Þegar tímabundinni aukningu vatnsorku vegna bráðnunar jökla lýkur þarf að draga úr orkunotkun eða finna nýja orkugjafa með tilheyrandi kostnaði. Aðlögun að hækkun sjávarborðs og veðurfarsbreytingum verður fjárhagslegur baggi. Loks er líklegt að hamfarir af völdum loftslagsbreytinga muni leiða til verðhækkana á lífsnauðsynjum um heim allan.

Ef til þess kemur að Íslendingar hefji olíuvinnslu þrátt fyrir áðurnefnd varnaðarorð vísindamanna er mikilvægt að arður sem kann að skapast af vinnslu jarðefnaeldsneytis falli í hlut komandi kynslóða. Það myndi auðvelda þeim að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga sem núlifandi Íslendingar eiga þátt í að valda með mikilli notkun jarðefnaeldsneytis og fyrirhugaðri olíuleit- og vinnslu."

Alyktun adalfundar Landverndar um kynslodasjod_Samthykkt
Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ábending um gæðastýringu sauðfjárræktar
28.8.2019

Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
10.5.2019

Ályktanir samþykktar á aðalfundi Landverndar 2019
7.5.2019

Við minnum á aðalfundinn
25.4.2019

Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
21.1.2019

Umsögn um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
5.12.2018

Landvernd kvartar til ESA vegna breytinga á lögum um fiskeldi
14.11.2018

Bláfáninn 2018
16.5.2018

Ályktanir samþykktar á aðalfundi 2018
7.5.2018

Aðalfundur Landverndar 30. apríl 2018
28.3.2018

Samstarfssamningur endurnýjaður
27.3.2018

Flokkun og viðgerðir vegna utanvegaaksturs
6.11.2017

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni
21.6.2017

Aðalfundur Landverndar 13. maí og Græðum Ísland hleypt af stokkunum
5.5.2017

Farþegum WOW air boðið að styrkja Landvernd
2.2.2017

Náttúruverndarsamtök kæra Bakkalínur til ESA
3.10.2016

Laus staða sérfræðings við Grænfánaverkefni Landverndar
18.5.2016

Aðalfundur ályktar um friðlýsingar
2.5.2016

Aðalfundur Landverndar verður 30. apríl
12.3.2016

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar
10.5.2015

Dagskrá aðalfundar Landverndar 2015
2.5.2015

Aðalfundur Landverndar 2015
7.4.2015

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins
13.10.2014

Aukið samstarf eða sameining náttúruverndarfélaga
7.4.2014

Aðalfundur hafinn: fimmföldun félagsmanna
5.4.2014

Aðalfundur Landverndar 5. apríl n.k.
28.3.2014

Boðað til aðalfundar Landverndar 5. apríl n.k.
8.3.2014

Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyinga til virkjana í Skjálfandafljóti
31.5.2013

Upptaka af fyrirlestri Bill McKibben
23.5.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun
15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi
15.4.2013

Grænfánaverkefnið verði eflt
15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun
15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi
15.4.2013

Nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun mótmælt
15.4.2013

Úrsögn Grindavíkur úr Reykjanesfólkvangi
15.4.2013

Aðalfundur Landverndar 13. apríl n.k. kl. 13-16
6.4.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera
5.4.2013

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina
27.3.2013

Fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga
17.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
17.2.2013

Ályktun baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga
31.5.2012

Ályktun aðalfundar um sameiginlegt umhverfismat háspennulína
14.5.2012

Ályktun vegna vegagerðar í Gufudalssveit
22.9.2011

Guðmundur Ingi ráðinn framkvæmdastjóri
14.9.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls
28.6.2011

Landvernd auglýsir eftir framkvæmdastjóra
27.6.2011

Umsögn Landverndar um áfangaskjal Stjórnlagaráðs
3.6.2011

Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna rannsóknarleyfis í Grændal
2.6.2011

Ályktanir aðalfundar Landverndar
27.5.2011

Fjölmennur aðalfundur Landverndar
27.5.2011

Kynning á frambjóðendum til stjórnar Landverndar 2011
24.5.2011

Efni aðalfundar 2011 - Umgengni við landið
18.5.2011

Tilkynning frá uppstillingarnefnd
17.5.2011

Aðalfundur 26. maí að Nauthóli
9.5.2011

Stefnan tekin á vistvænan lífsstíl
12.3.2011

Starfsfólk Landverndar
21.2.2011

Stjórn Landverndar 2011
21.2.2011

Markmið Landverndar
21.2.2011

Hverjir eru í Landvernd?
21.2.2011

Virkjunaráform í Skaftárhreppi - Haustferð 11.-12. september
7.9.2010

Velheppnuð ferð í Trölladyngju
7.7.2010

Landvernd harmar árásir á umhverfisráðherra
12.10.2009

Aðalfundur Landverndar 2006
28.4.2006

Hellisheiðarvirkjun ásættanlegur kostur
16.1.2004

Krían - 3ja. tölublað 2003
8.11.2003

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað
4.11.2003

Óheft malarnám veldur óþarfa spjöllum
4.6.2003

Ályktun um tilraunaverkefni um verndun menningarumhverfis landslags
31.10.1998