Fréttir Tillögur frá nokkrum hópum Landverndar um aðgerðir í Loftslagsmálum 30.12.2019 Landvernd 30.12.2019 Landvernd – yfirlit yfir helstu hugmyndir um aðgerðir fram hafa komið á vettvangi Landverndar Tillögur grasrótarhóps Landverndar í loftslagsmálum kynntar í desember 2019: Setjum skýr markmið um að Íslandi verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2035. Til þess að komast þangað þarf að feta sig áfram með markvissum hætti á næstu árum: 2020 Auka fjármagn í nýsköpun og þróun fyrir notkun hreinna orkugjafa í flugsamgöngum í samstarfi við grannþjóðir. 2023 Banna innflutning á bensín og dísilbílum. 2025 Banna innflutning vinnuvélum og tækjum sem ekki ganga fyrir hreinum orkugjöfum. 2025 Öll opinber framkvæmdasvæði noti eingöngu tæki sem ganga fyrir hreinum orkugjöfum. 2025 Jarðefnaeldsneytislausar almenningssamgöngur á landi. 2030 Fyrsta raffarþegaflug innanlands. 2030 Jarðefnaeldsneytislausar landssamgöngur. 2030 Jarðefnaeldsneytislausar sjósamgöngur. 2035 Jarðefnaeldsneytislaus fiskiskipafloti. 2035 Jarðefnaeldsneytislaust millilandaflugs. Helstu áherslur sem Landvernd kom á framfæri í gegnum samráðsgátt varðandi aðgerðaráætlun í loftslagsmálum: Að í aðgerðaráætlun verði fleiri magnbundin og tímasett markmið í aðgerðaráætlun - markviss og sýnilegur árlegur árangur í samdrætti á losun. Að aðgerðaráætlunun nái til allra geira samfélagsins sem losa mikið af gróðurhúsalofttegundum Fjármagn til loftslagmála verða aukið til muna, fari úr 0,2% af vergri þjóðarframleiðslu upp í 1% á næsta ári. Skýr áform um kerfisbreytingar í aðgerðaráætlun um loftslagsmál þar sem lögð er áhersla á breyttar framleiðsluhefðir, breytt neyslu- og ferðamynstur, breytt viðskiptamódel og róttækt átak í fræðslumálum. Sterkari áhersla á fjölbreyttan ferðamáta með markmiðum um að hlutdeild (raf)hjólandi vegfarenda sé 8% yfir landið allt og 20% í stærri bæjum fyrir 2023. Tryggð fjármögnun í Borgarlínu. Innviðir fyrir hjólreiðar fái 10% af öllu fé sem veitt er til nýframkvæmda í samgöngum. Banka í meirihlutaeigu ríkisins þarf að skylda til að setja sér loftslagsvæna lánastefnu og hvetja þá til þess að hækka vexti á starfsemi sem losar mikið en lækka á móti vexti til þeirra sem losa minna. Setja reglur um loftslagsvænar fjárfestingar lífeyrissjóða og annarra sjóða Aðgerðir samþykktar á aðalfundi Landverndar 30.apríl 2019 Kolefnisgjald - 10% af fjargjaldi hvers farþega með alþjóðaflugi og 3000 kr/farþega með skemmtiferðaskipi sem kemur til landsins. Skatturinn fari beint í verkefni um kolefnisbindingu eða þróun á loftlslagsvænum lausnum. Lífeyrissjóðir og aðrir stærri fjárfestingarsjóðir, skuldbindi sig til að allar fjárfestingar þeirra til næstu fimm ára standist markmið Parísarsáttmálans. Loftslagsvænar fjárfestingar (Paris proof fjárfestingar) verði skylda fyrir alla opinbera sjóði. Kolefnisgjald á bensín og dísil verði aukinn um 200% til 2021 og féið eyrnamerkt bættum almenningssamgöngum og öðrum vistvænum samgöngukostum eins og borgarlínu. Að sala á nýjum dísel og bensínbílum verði bönnuð frá 2023 og að bíleigendur verði hvattir til þess að breyta bílum sínum í metanbíla með nauðsynlegum hvötum. Að fyrirtæki þurfi fyrir 2022 að meta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni með viðurkenndum hugbúnaði og að þau greiði kolefnisgjald samkvæmt því. Kolefnisgjaldið renni til loftslagsverkefna eða til hækkunar persónuafsláttar. Að innlend matvælaframleiðsla stuðli að loftslagsvænni landnotkun og neyslu. Endurskipuleggja styrkjakerfi í landbúnaði þannig að bændur geti haft búsetu og atvinnu á býlum sínum en dregið verði úr framleiðslu dýraafurða um 40% til 2030 Framleiðsla á matvælum úr plöntum stórefld með framleiðslustyrkjum og dregið úr innflutningi. Að vistvænt skipulag verði haft að leiðarljósi í þéttbýlum og sveitarfélög skylduð til þess að meta loftslagsáhrif af sinni skipulagsgerð. Að gerðar verði mun strangari kröfur til stóriðju varðandi að draga úr sinni losun, t.d með því að nýta betri framleiðsluferli. Fyrirtæki í stóriðju verði skyldug til þess að kolefnisjafna sína losun þrátt fyrir að sú losun sé hluti af ETS kerfinu. Að allar bílaleigur verði skuldbundnar til þess að kaupa eingöngu inn vistvæna bíla frá 2022. Að notkun á hagvexti sem mælikvarða fyrir velsæld samfélagsins verði hætt og raunhæfari mælikvarðar teknir upp (eins og SPI) Aðgerðir sem fram komu á sérstökum afmælisfundi Landverndar laugardaginn 26. október 2019 Almennt Hagkvæmni og sanngirni verði höfð að leiðarljósi við forgangsröðun á aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsaloftegundum (GHL). Jafnframt verði tekið mið af leiðbeiningum IPCC um fjárfestingaþörf sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Sighækkandi gjöld á losun GHL sem ná til allra geira samfélagsins: samgangna, stóriðju, urðunnar úrgangs, landbúnaðar og fiskveiða . Tekjum sem af þessu hljótast verði skilað aftur með jafnri almennri greiðslu til skattgreiðanda eða til fyrirtækja eftir þar til gerðum reglum. Samgöngur Tryggja fjármagn í Borgarlínu og almennt að fjármagn í almenningssamgöngur verði stór aukið. GHL gjöld verði ekki felld niður þó veggjöld verði tekin upp. Gjöldum á innflutt bíla verði breytt enn frekar á þann veg að bílar sem nota hreina orkugjafa verði hagkvæmasti kosturinn en bílar sem eyða miklu bensíni eða dísel verði óhagkvæmastir í innkaupum. [Miða aðgerðir við að samsetning bílaflotans leiði til þess að árlegur samdráttur í losun frá einkabílum frá 2020 til 2030 verði a.m.k. 4%] Frekari uppbygging á hleðslustöðum haldi áfram, m.a. í samstarfi við bændur sem geti veitt slíka þjónustu. Aðgerðir sem leiði til þess að bílaleigur bjóði eingöngu upp á hreinorkubíla. Annað Komið verði á fjárhagslegum hvötum fyrir fyrirtækja að kolefnisjafna starfsemi sína og kröfur um kolefnisbókhald fyrirtækja verði hertar. Fræðsla Fræðsla til almennings verði efld og stuðlað að valdeflingu almennings á þessu sviði. Gera tengingu lýðheilsu og umhverfismála skýrari. Vitundarvakning meðal almennings um að núverandi hagkerfi gangi ekki upp vegna neikvæðra áhrifa á umhverfi og lýðheilsu Styðja menntun kvenna í þróunarlöndum. Það dregur úr fólksfjölgun, eykur heilbrigði og bætir landnotkun. Binding kolefnis Tryggja að kolefnisjöfnun leiði ekki til skipulagslausrar skógræktar. Tögg Loftslagsmál Vista sem PDF