Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs

Landvernd    30.6.2019
Landvernd

Sent í gegnum samráðsgátt

Borgarfirði, 30. júní 2019

 

 

Umsögn Landverndar um Mál nr. S-135/2019 Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

 

Landvernd lýsir fullum stuðningi við áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands og telur nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu (hér eftir kölluð nefndin) hafa unnið gott starf. Þjóðgarður á miðhálendinu er í samræmi við stefnu Landverndar, sjá til dæmis ályktun frá aðalfundi samtakanna 2012[1] og 2019[2].

 

Landvernd hvetur nefndina til að vinna áfram markvisst að því að undirbúa stofnun Hálendisþjóðgarðs í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar og væntir mikils af þeim niðurstöðum sem hún væntanlega skilar á þessu ári. Verði stofnun þjóðgarðsins að veruleika á þessu kjörtímabili yrði það það myndarlegt framlag Íslendinga til verndar ósnortinnar náttúru hálendisins og varðveislu víðerna; mikilvægt framlag til varðveislu vermæta á heimsmælikvarða.

 

Þær tillögur að helstu áherslum sem hér liggja frammi til umsagnar eru í það heila jákvæðar og má ljúka lofsorði á þá áherslu sem lögð hefur verið á að vinna að framgangi málsins í samvinnu við sem flesta sem málið varðar.

 

Rétt er samt að drepa á nokkrum atriði sem stjórn Landverndar telur verð umhugsunar:

 

Mörk Þjóðgarðs

Stjórn Landverndar telur að strax í upphafi eigi að nýta tækifærið og víkka út mörk þjóðgarðs umfram þjóðlendur og ríkisjarðir eins og náttúruverndarsjónarmið gefa tilefni til. Að draga mörkin eftir þjóðlendum er lægsti sameiginlegi nefnari og lýsir skorti á metnaði þar sem um mikla samfélagslega hagsmuni er að ræða.

 

Allar ríkisjarðir sem liggja að fyrirhuguðum mörkum þjóðgarðsins á að mati stjórnar Landverndar að fella inn í þjóðgarðinn sem fyrst.  Þá á ríkið ekki að gefa eftir eignarhald á löndum í grennd við mörk þjóðgarðar eins og nefndin leggur til og er það vel.  Nefndin ætti í tillögum sínum að hvetja ríkið til þess að eignast jarðir innan miðhálendismarka þegar færi gefst til þess að geta fellt þær inn í miðhálendisþjóðgarð.

 

Þá er alveg ljóst að ekki eru nein haldbær rök fyrir því að láta miðhálendisþjóðgarð ekki ná óslitinn að og um Jökulsárgljúfur. Svæðið er nú þegar í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsing á þeim grunni í undirbúningi.  Landvernd hvetur nefndina til breyta framlagðri tillögu  svo þjóðgarðurinn nái  yfir þetta svæði líka.

 

Í niðurstöðum verkefnisstjórnar rammaáætlunar liggur fyrir að friða jökulsár í Skagafirði og Skjálfandafjlót fyrir vatnsaflsvirkjunum.  Nefndin gæti því jafnframt lagt til að mörk þjóðgarðarins nái einnig um vatnasvið fyrrgreindra vatnsfalla.

 

Verndarflokkar - orkunýting

Landvernd hefur skilning á því að mjög erfitt er að ákvarða hvernig skilgreina eigi vernd á mikið röskuðu landi með stórum mannvirkjum eins og virkjanasvæði.  Nefndin leggur til að virkjanasvæði sem falla innan marka þjóðgarðsins skuli fara í sérstakan flokk VI.  Stjórn Landverndar telur þetta vera varhugavert. Þau lönd sem Ísland að jafnaði ber sig saman við hafa ekki iðnaðarsvæði sem virkjanir eru innan marka þjóðgarða. Að vísa til dæma um þetta í örðum löndum eru ekki rök í málinu.  Að mati landverndar mynd sú tilhögun sem lögð er til gengisfella hugtakið „þjóðgarður“. Flokkur VI miðast við hófsama nýtingu náttúrauðlinda sem ekki er iðnvædd. Sú lýsing við þau virkjansvæði sem tilgreind eru og því hafnar Landvernd algjörlega tillögunni hvað þetta varðar. Skilgreina ætti sjálfar virkjanirnar og lón utan þjóðgarðs en skrifa inn í lög og reglugerðir hvernig fara á með orkuvinnslu sem fyrir er umlukt þjóðgarðinum til þess að skilgreina skyldur og ábyrgð umsjónaraðila virkjana sem eru nátengd þjógörðum. 

 

Í lögum um hálendisþjóðgarð þarf að taka skýrt fram að ný orkuvinnsla geti ekki samræmst markmiðum þjóðgarðsins, að orkuvinnsla sem fyrir er umlukt af þjóðgarði (eða sérstaklega skilgreind innan hans ef nefndin vill leggja það til) sé starfrækt eftir bestu mögulegu stöðlum og að aldrei megi raska frekar landi innan þjóðgarðsins í þágu orkuvinnslu. 

 

Verndarflokkar- þegar friðlýst svæði

Landvernd lýsir eftir greiningu á svæðum sem ættu að vera undir strangri vernd (Ia). Stjórn Landverndar telur að Orravatnsrústir og Kerlingafjöll þurfi að skoða þurfi sérstaklega í þessu samhengi. Landvernd telur að þetta eigi líka við Guðlaugstungur og Þjórsárver og hugsanlega fleiri svæði þar sem sýna þarf ýtrustu nærgætni í umgengni við lífríkið.

 

Landnýting

Landvernd telur að ef leyfa á hefðbundna landnýtingingu eins og beit og veiði innan marka þjóðgarðsins, skuli hún skilyrðislaust vera sjálfbær.  Þess hefur ekki verið gætt innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem beit á illa förnu landi hefur verið leyfð.  Þá er rétt að benda á nýútkomna skýrslu Ólafs Arnalds prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands um brotalamir í gæðastýringarkerfi í sauðfjárrækt þegar kemur að sjálfbærri landnýtingu[3].  Þá varar Landvernd við því að of langt verði gengið í eftirgjöf við hópa sem vilja nýta land innan þjóðgarðs en hvetur til þess að sjónarmið náttúruverndar sem eru forsenda og grunnur þjóðgarða verði látin ráða. Varúðarreglan á skilyrðislaust að gilda innan svæða sem skilgreindir eru sem þjóðgarðar.  Landvernd varar því við að svæði sem illa eru farin vegna ofbeitar og jarðvegseyðingar verði sett í flokk VI nema fyrirvari gildi um framangreind atriði.  

 

Stjórn Landverndar leggur til við nefndina að hún taki fram hvernig mat á sjálfbærri landnýtingu fari fram og að hún krefjist þess að það sé gert á grunni vísindarannsókna.  Í áðurnefndri skýslu um gæðastýringu í sauðfjárrækt er ljóst að sjálfbær landnýting þegar kemur að beit er í mörgum tilfellum á Íslandi eingöngu að nafninu til.  Innan þjóðgarðs er nauðsynlegt að byggja stýringu á trúverðugum gögnum sem aflað er með bestu mögulegu aðferðum af hlutlausum aðilum.  Nefndin ætti því að leggja drög að stjórnsýslu í kringum svæði í flokki VI, skilgreiningar á sjálfbærri landnýtingu og virkt eftirlit og úttekt óháðra aðila á ástandi lands.

 

Stjórnsýsla

Stjórn Landverndar vill nota tækifærið og hvetja nefndina til þess að hafa í huga að skýr ábyrgð og skilvirk ákvarðanataka er lykilatriði í stjórnun miðhálendisþjóðgarðs samfara eðlilegri valddreifingu.  Gæta verður að því að veita ákveðnum aðilum ekki of mikið vald umfram aðra í nafni valddreifingar og hafa þarf í huga að markmið þjóðgarðs er alltaf vernd náttúru, viðerna. landlagsheilda og menningarminja.  Nefndin þarf í því tilögum sínum um stjórnsýslu að tryggja að við stjórnun þjóðgarðsins megi taka ákvarðanir byggðar á framsæknum náttúruverndarsjónarmiðum og sjálfbærri landnýtingu. Landvernd vísar í umsögn sína um frumvarp um Þjóðgarðastofnun frá dags. 9. maí 2019 en þar segir m.a.

            „12. gr. Umdæmisráð og 14. gr. Hlutverk umdæmisráðs.

Landvernd telur að samsetning umdæmaráða endurspegli ekki þá fagþekkingu sem nauðsynleg er til setu í svo valdamiklu ráði.  Þó friðlýsingar og náttúruvernd hafi klárlega efnahagslegan ávinning í för með sér, bæði til langs og skamms tíma er tilgangur friðlýsinga og verndar fyrst og fremst náttúruvernd.  Áherslur í samsetningu ráðsins eru alls ekki á náttúruvernd heldur mun frekar á nýtingu.  5 fulltrúar sveitarfélaga eru auk þess háðir þeirri skammtímahugsun sem kjörtímabil sveitastjórna bjóða upp á en ekki af hagsmunum náttúrunnar. Hins vegar er enginn skipaður fulltrúi með faglega þekkingu á náttúrufari eða náttúruvernd í umdæmisráðinu og telur Landvernd þetta varhugaverða þróun að fulltrúar sveitarfélaga skuli hafa svona mikið vægi í tengslum við náttúruverndarsvæði og friðlýsingar.“

 

Stjórn Landverndar telur að rétt sé að setja kröfur á þá fulltrúa sem sitja í nefndum og ráðum þjóðgarðsins um fagþekkingu og að þeir hafi ekki persónulegra hagsmuna að gæta af því hvernig þjóðarðinum er stýrt til dæmis þegar kemur að nýtingu í atvinnuskyni eða eignarhaldi á landi í grennd þjóðgarðarins.  Þá er rétt að benda á að sveitarfélög hafa i mörgum tilfellum á að skipa fagfólki í skipulags-, náttúruverndar- og nýtingarmálum sem gætu tekið sæti í nefndum/ráðum/stjórnum þjóðgarðsins og hafa þá fagþekkingu og skyldu til þess að gæta hlutleysis .

 

Lokaorð

Að þessu sögðu skal nefndin hvött til þess að halda áfram því góða starfi sem hún hefur unnið hingað til þar sem samráð og fagleg vinnubrögð hafa verið höfð í heiðri.  Nefndin er einnig hvött til þess að skila vinnu sinni sem fyrst svo stofnun þjóðgarðs geti átt sér stað sem fyrst.  

 

 

 

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar,

 

 

Auður Önnu Magnúsdóttir

framkvæmdastjóri

 

Sækja umsögn

Tögg
Eyrarros_Haffi-01.jpg 

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
17.1.2020

Umsögn um samgönguáætlun 2020-2024
14.1.2020

Hálendisþjóðgarður til heilla
7.1.2020

Hver er eigendastefna forsætisráðuneytisins þegar kemur að þjóðlendum?
10.9.2019

Teigskógur - Athugasemdir Landverndar við aðalskipulagstillögu í Reykhólahreppi
26.8.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs
30.7.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
30.6.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá
17.6.2019

Umsögn um breytingar á lögum um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála
22.5.2019

Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
10.5.2019

Ályktanir samþykktar á aðalfundi Landverndar 2019
7.5.2019

Umsögn um um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
29.4.2019

Umsögn um Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012. Mál nr. S-36/2019
14.2.2019

Umsögn um frummatsskýrslu um Hverfisfljótsvirkjun
2.11.2017

Bann gegn ræktun frjós eldislax í sjó
15.5.2017

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk
3.8.2016

Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu
7.3.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga
8.2.2016

Gefum engan afslátt af umhverfismati
5.10.2015

Málþing um miðhálendið
5.5.2015

Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíó 16.apríl kl 20:00
13.4.2015

Yfir 60% styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
25.3.2015

Steinar Kaldal
13.3.2015

Náttúruverndarsamtök telja tillögur Orkustofnunar ekki standast lög
10.3.2015

Óskað eftir verkefnisstjóra hálendisverkefnis
22.12.2014

Tímamótasamstarf um vernd hálendisins
4.4.2014

Málþing um Jökulsárgljúfur 40 ára
1.4.2014

Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúrupassa
17.3.2014

Umsögn um auglýsingu um tillögu að friðlýsingu Hólahóla og Hóladals í Öxnadal
7.3.2014

Umsögn um þingsályktunartillögu um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra
21.2.2014

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs
23.1.2014

Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd
13.12.2013

Umsögn um drög að reglugerð um virkjunarkosti í verndar-og orkunýtingaráætlun
11.12.2013

Umsögn um skýrslu ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu
6.12.2013

Umsögn við tillögu til þingsályktunar um uppbyggða vegi um hálendið
5.12.2013

Umsögn við drög að skýrslu Ramsarskrifstofunnar um áhrif Bjarnarflagsvirkjunar
1.11.2013

Mótmælir Norðlingaölduveitu og háspennulínu í aðalskipulagi
13.9.2013

Hálendið - hjarta landsins
11.9.2013

Athugasemdir við drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði á Íslandi
7.6.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera
5.4.2013

Umsögn um tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun virkjunarhugmynda
19.3.2013

Athugasemdir við tillögu Landsnets hf. að matsáætlun vegna Kröflulínu 3
15.3.2013

Stjórnunarfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs (skriflegt álit)
4.3.2013

Landvernd styður bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera
25.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
17.2.2013

Tillögur varðandi stefnumótun nefndar um raflínur í jörð
11.2.2013

Umsögn um frumvarp til laga um ný náttúruverndarlög
8.2.2013

Tillaga HS-Orku að matsáætlun rannsóknaborhola í Eldvörpum (umsögn)
4.2.2013

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum (umsögn)
19.12.2012

Umsögn um tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu
20.11.2012

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
14.11.2012

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
29.9.2012

Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd
25.9.2012

Umsögn um aðalnámskrá grunnskóla - náttúrufræðigreinar
9.9.2012

Umsögn við tillögur að nýjum lögum um skógrækt og nýjum lögum um landgræðslu
29.8.2012

Athugasemdir Landverndar vegna draga að tillögu að matsáætlun Vestfjarðavegar
13.8.2012

Aðalskipulag Langanesbyggðar (umsögn)
3.7.2012

Áherslur Landverndar vegna stefnumótunar um lagningu raflína í jörð
14.6.2012

Þingsályktunartillaga um vernd og nýtingu landsvæða
8.5.2012

Aðalskipulag Mýrdalshrepps
3.5.2012

Umsögn um frummatsskýrslu Blöndulínu 3
3.5.2012

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, aukin matsskylda o.fl.)
5.4.2012

Lagafrumvarp um lækkað eldsneytisverð
26.3.2012

Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs
16.3.2012

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2012
29.2.2012

Umsögn um lög um varnir gegn mengun hafs og stranda
28.2.2012

Umsögn um drög að lögum um loftslagsmál
20.2.2012

Umsögn um deiliskipulag um Þeistareyki
30.1.2012

Umsögn um hvítbók
15.12.2011

Drög að skipulagsreglugerð
1.12.2011

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á náttúruverndarlögum
30.11.2011

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun þjóðgarðs við Breiðafjörð
30.11.2011

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs
30.11.2011

Breytingar á refsiákvæðum náttúruverndarlaga
28.11.2011

Frumvarp um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál
24.11.2011

Umsögn um drög að aðalskipulagi Mýrdalshrepps
22.11.2011

Sameiginleg umsögn 13 náttúruverndarfélaga um rammaáætlun
18.11.2011

Umsögn um drög að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024
17.11.2011

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi
11.11.2011

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum
9.11.2011

Umhverfismat samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022
5.11.2011

Mikill stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
2.11.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár
17.2.2011

Umsagnir um þingmál
8.12.2008

Umsögn um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð.
15.10.2008