Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd

Í ályktun stjórnar Landverndar frá í dag fagna samtökin úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli Landsnets hf. gegn Skipulagsstofnun. Með úrskurðinum er Landsneti gert að líta á jarðstreng sem raunverulegan valkost líkt og loftlínu í mati á umhverfisáhrifum fyrir Kröflulínu 3, 220kV raflínu frá Kröflu að Fljótsdalsvirkjun.

Í úrskurðinum segir m.a.: „Almenn vísan [Landsnets] til þess að fjárhagsleg sjónarmið og tæknileg vandkvæði við lagningu jarðstrengja valdi því að sá möguleiki komi ekki til greina sé á hinn bóginn ekki í málefnalegu samhengi við markmið laganna og tilgang mats á umhverfisáhrifum“. Með öðrum orðum, þá var það ekki málefnalegt af Landsneti að neita að meta áhrif jarðstrengs á umræddri línuleið og fyrirtækinu ber nú að gera það.

Landvernd væntir þess að úrskurðurinn marki endalok áralangrar andstöðu Landsnets við kröfu almennings um jarðstrengi. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar knýr Landsnet til að taka jarðstrengi til umhverfismats í verkefnum í framtíðinni þ.m.t. vegna Sprengisandslínu, að mati Landverndar.

Hin afdráttarlausa niðurstaða úrskurðarnefndarinnar um að Landsneti sé óheimilt að útiloka jarðstrengi hefur að áliti Landverndar einnig áhrif á stöðu umhverfismats sem fyrirtækið hefur látið fara fram undanfarin ár án þess að meta áhrif jarðstrengja. Deilt hefur verið um umhverfismat þessara framkvæmda m.a. vegna þessa. Að mati Landverndar verður nú að endurskoða umhverfismat þessara raflínuframkvæmda því umhverfisáhrif jarðstrengja á þessum svæðum hafa ekki verið metin og þeir því ekki komið til álita sem valkostur við framkvæmdir líkt og loftlínur. Landvernd er því ósammála því áliti Landsnets sem fram kemur í fréttatilkynningu fyrirtækisins frá 16. maí sl. að úrskuðrinn taki ekki til mats á umhverfisáhrifum framkvæmda sem þegar hefur farið fram. 

Ljóst má vera að umhverfismat raflína þar sem jarðstrengir hafa verið sniðgengnir eru barn síns tíma og stjórn Landverndar harmar að Landsnet skuli ekki þegar í stað lýsa því yfir að fyrirtækið hyggist endurgera umhverfismat liðinna ára þar sem framkvæmdir eru óhafnar og taka þannig fullt tillit til þessarar niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Með þessu heldur Landsnet í reynd áfram að komast hjá því að leita heppilegustu lausna í raforkuflutningi þegar kemur að áhrifum þeirra á umhverfið. Það mun því enn og aftur falla í hlut úrskurðaraðila og dómstóla að skera úr um skyldu Landsnets.

Skipulagsstofnun hefur nú til meðferðar kröfur um endurskoðun umhverfismats vegna Blöndulínu 3 og vegna lína frá Kröflu að Bakka, og Suðurnesjalína 2 sætir ágreiningi fyrir dómstólum. Í öllum tilvikum sleppti Landsnet því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja, með sömu rökum og í málinu um Kröflulínu 3. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar frá 7. maí sl. um að þau rök hafi verið ómálefnaleg skiptir að mati Landverndar miklu máli um framhald þeirra mála.

Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ofsaveður og ábyrgðarlaust tal
16.12.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
30.6.2019

Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
15.7.2018

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni
21.6.2017

Frumsýning heimildarmyndarinnar Línudans
1.3.2017

Jákvæðar breytingar á raflínuáætlun Landsnets
23.11.2016

Stefnumarkandi úrskurður í Bakkalínumáli
11.10.2016

Staðreyndir í Bakkalínumáli
28.9.2016

Knappur tímarammi í samningi PCC og Landsnets
20.9.2016

Íhlutun ríkisstjórnar í störf úrskurðarnefndar fráleit
12.9.2016

Krafa um nýtt umhverfismat Bakkalína ítrekað
23.8.2016

Stöðvun framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4
22.8.2016

Vegagerðinni óheimilt að búta niður framkvæmdir til að komast hjá umhverfismati. 
20.7.2016

Umhverfismeta þarf nýtt hótel í Kerlingarfjöllum
15.7.2016

Kröflulína 4 stöðvuð til bráðabirgða
4.7.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets
9.6.2016

Landsnet úrskurðað til að afhenda Landvernd skýrslu
1.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit
19.5.2016

Umhverfisvernd fyrir dómi - kerfisáætlun ekki bindandi
16.11.2015

Áskorun gegn Sprengisandslínu
11.11.2015

Veikir umhverfisvernd á Ísland
11.9.2015

Landsnet neitar að afhenda skýrslu
30.6.2015

Landvernd ítrekar kröfu sína um nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka
8.6.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar
10.5.2015

Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka
24.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar
30.1.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi
30.11.2014

Sveitarstjórnir hvattar til að fresta framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
20.5.2014

Jarðstrengir raunhæfur valkostur til flutnings raforku
13.11.2013

Eru jarðstrengir raunverulegur kostur?
11.11.2013

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3
23.3.2013

Tillögur varðandi stefnumótun nefndar um raflínur í jörð
11.2.2013

Áherslur Landverndar vegna stefnumótunar um lagningu raflína í jörð
14.6.2012