Vistvernd í verki Stuðningur Viltu gerast leiðbeinandi hjá Vistvernd í verki? 28.10.2009 Landvernd 28.10.2009 Landvernd Vistvernd í verki stendur dagana 30.-31. október fyrir 15 tíma námskeiði fyrir leiðbeinendur. Á námskeiðinu læra þátttakendur listina að leiðbeina, þ.e. að stýra fundum, kveikja áhuga, vinna saman í hóp og miðla fróðleik um leiðir til sparnaðar og vistvænni lífsstíls. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem áður hafa farið í gegnum visthóp hjá Vistvernd í verki og veitir það réttindi til að leiðbeina visthópum. Námskeiðið er einnig upplagt fyrir "gamla" leiðbeinendur sem telja sig þurfa á upprifjun að halda. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Bryndís Þórisdóttir, fyrrverandi verkefnisstjóri Vistverndar í verki og Eygló Ingadóttir, leiðbeinandi á Álftanesi. Námskeiðið stendur frá kl.14.00-22.00 á föstudag og 10.00-18.00 á laugardag og er það þátttakendum að kostnaðarlausu en Vistvernd í verki mun óska eftir framlagi frá viðkomandi sveitarfélagi fyrir sitt fólk. Skráning hjá Sigrúnu í síma 552 5242 eða með tölvupósti til vistvernd@landvernd.is fyrir fimmtudag 29. október. Sjá nánar á www.landvernd.is/vistvernd Vinsamlegast áframsendið á fólk sem þið teljið að gæti haft áhuga. -- Sigrún Pálsdóttir verkefnisstjóri Landvernd Skúlatúni 6 105 Reykjavík S. 552 5242 Netfang: sigrunpals@landvernd.is facebook.com/Landvernd.umhverfisverndarsamtok Tögg leiðbeinendur lífsstíll námskeið sparnaður Vistvernd í verki vistvænt Vista sem PDF