Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Vonarskarð - víðerni í Vatnajökulsþjóðgarði

Landvernd    13.7.2011
Landvernd
Næstu gönguferð Landverndar og Ferðafélags Ísland er heitið í Vonarskarð sem er víðerni í Vatnajökulsþjóðgarði. Tilgangur ferðarinnar er að kanna eina af fágætum perlum íslenskrar náttúru, - að þessu sinni hverasvæði sem skartar óvenju litríkum hveraörverum. Kristján Jónasson sviðsstjóri og jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun verður með í för og fræðir hópinn um þau mögnuðu fyrirbæri sem á vegi hans verða. .
Landvernd hefur undanfarin sumur boðið upp á gönguferðir um jarðhitasvæði í samstarfi við Ferðafélagið. Ekkert er skemmtilegra en að njóta náttúrunnar í góðum félagsskap og hafa sérfróðir leiðsögumenn gert sitt í því að stuðla að frjórri umræðu um sérkenni svæðanna, náttúruvernd og þýðingu hennar á ferð um jarðhitasvæðin. 
SKRÁNING í ferðina er hjá Ferðafélagi Íslands í síma 568 2533.

Ferðaáætlun Vonarskarð 12.-14. ágúst 2011 
Brottför föstudag kl. 16 frá Mörkinni 6
Ekið frá Reykjavík í náttstað í Nýjadal. Að morgni laugardags ekið inn á Gæsavatnaleið að Gjóstuklifi. Þaðan er gengið inn að jarðhitasvæðinu í fjalllendinu suður og vestur af Laugakúlu. Farið í bað í varmá sem rennur úr kolsýruhverum sunnan undir kúlunni. Leirhverir, leirugir vatnshverir, kolsýrulaugar og -hverir ásamt hveraörverum í afrennsli setja svip sinn á háhitasvæðið. Stærsta eldstöð landsins, Bárðarbunga, rís tilkomumikil yfir víðernið í Vonarskarði. Litfögur líparítfjöllin, Eggja og Skrauti, móbergsfjöll og grásvartir sandar einkenna landslag. Frá hverasvæðinu er gengið í Snapadal áður en haldið er tilbaka í náttstað í Nýjadal. Drjúg dagleið.
Á sunnudag gengið upp að jaðri Tungnafellsjökuls áður en lagt verður af stað heim. Kvíslaveitur skoðaðar á leiðinni til Reykjavíkur. Heimkoma áætluð um kl. 19.00.

Myndin er eftir Kára Kristjánsson, landvörð í Lakagígum.


Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!