Með því að styrkja Landvernd hefur þú áhrif. Landvernd hefur það að markmiði að vernda víðerni og náttúru Íslands, svo að komandi kynslóðir fái notið hennar um ókomna tíð. Þinn stuðningur gerir Landvernd kleyft að vinna að þessu markmiði á margvíslegan hátt. Landvernd hefur til dæmis umsjón með stærsta umhverfismenntaverkefni á Íslandi Grænfánanum en yfir 200 skólar á öllum skólastigum taka þátt. Landvernd tekur virkan þátt í ákvarðanatöku og með því að skrifa umsagnir, ályktanir, móta stefnur og kæra lögbrot sem eiga sér stað, kemur Landvernd sjónarmiðum almennings og meðlima samtakanna til skila. Mánaðarlegir styrkir tryggja starfsemi Landverndar og með því að gerast styrktaraðili styður þú við verndun náttúru Íslands. Félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi og geta þannig haft bein áhrif á starf samtakanna.
Til að styrkja samtökin með stökum styrkjum má hafa samband við skrifstofu Landverndar. Styrkir renna til verkefna samtakanna.
Einnig er hægt að leggja inn á reikning Landverndar, kt. 640971-0459 Rnr. 0301-26-009904
Tilvísun: Styrkur
Þú getur gerst félagi í Landvernd með því að skrá þig hér á vefsíðunni eða með því að senda tölvupóst á landvernd(hjá)landvernd.is. Félagsgjald er að lágmarki 4000 kr. á ári, samkvæmt ákvörðun síðasta aðalfundar Landverndar, en þeir sem vilja styrkja samtökin um hærri fjárhæð geta valið aðrar upphæðir eða mánaðarlegan stuðning, sjá hér að ofan.
Félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi og geta þannig haft bein áhrif á starf samtakanna.
Allar upplýsingar eru trúnaðarmál og ekki afhentar þriðja aðila.