Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Aðalfundur Landverndar 2015

Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 9. maí n.k. kl. 13-18 í sal Kvenfélagasambands Íslands að Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í Reykjavík. Dagskrá verður send út viku fyrir aðalfund. Sérstök athygli er vakin á því að formaður Landverndar, Guðmundur Hörður Guðmundsson, og Helena Óladóttir varaformaður gefa ekki kost á sér til stjórnar.

Kjörnefnd leitar eftir framboðum til setu í stjórn 

Á fundi stjórnar Landverndar hinn 17. mars sl. var skipuð kjörnefnd sem hefur það hlutverk að tryggja framboð í öll embætti stjórnar. Kosið verður um formann í sérstakri kosningu, sbr. 16. gr. laga samtakanna, og um sæti fjögurra stjórnarmanna.

Kjörnefnd hefur hafið störf og geta félagsmenn haft samband við kjörnefnd og gefið kost á sér eða stungið upp á nöfnum. Nefndin mun ljúka störfum viku fyrir aðalfund, laugardaginn 2. maí, og upplýsa um þau framboð sem þá þegar hafa komið fram samhliða útsendri dagskrá. Tekið skal fram að eftir sem áður rennur framboðsfrestur ekki út fyrr en á aðalfundinum sjálfum. Því geta allir kjörgengir boðið sig fram á fundinum sjálfum.

Í kjörnefnd voru skipuð: Helena Óladóttir, núverandi varaformaður, Karl Ingólfsson og Guðni Olgeirsson, báðir félagsmenn í Landvernd. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram til stjórnar eða vilja koma ábendingum á framfæri við kjörnefnd geta sent tölvupóst á helena.oladottir@reykjavik.is eða í síma 693-2948.  

Lagabreytingar

Við vekjum athygli á því að þeir sem vilja gera tillögur að breytingum á lögum samtakanna, þurfa samkvæmt 20. gr. laganna að koma þeim í hendur stjórnar a.m.k. 3 vikum fyrir aðalfund, þ.e.a.s. eigi síðar en laugardaginn 18. apríl n.k. Tillögur má senda á formann Landverndar, gudmundur@landvernd.is eða til framkvæmdastjóra, mummi@landvernd.is.

Lög Landverndar má finna hér á vefsíðu samtakanna

Atkvæðisréttur og kjörgengi

Við hvetjum ykkur til að mæta og hafa áhrif á störf samtakanna. Athygli er vakin á 13. gr. laga samtakanna um kjörgengi, en kjörgengir í stjórn eru almennir félagsmenn Landverndar sem eru skuldlausir við samtökin og fulltrúar félaga og félagasamtaka.

Við minnum því þau sem enn skulda félagsgjöld á að greiða þau fyrir aðalfund til að tryggja sér kjörgengi og atkvæðisrétt á fundinum (sbr. 10. og 13. gr. samþykkta). Rukkanir fyrir félagsgjöldum núverandi starfsárs 2014-2015 voru sendar út í nóvember síðastliðnum. Félagsmenn sem skráð hafa sig í samtökin eftir þann tíma eiga von á innheimtuseðli í heimabanka fyrir aðalfund, hafi þeir ekki ákveðið að greiða með öðrum hætti.

Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Hugleiðing formanns Landverndar á degi íslenskrar náttúru 2019 16.9.2019

Við minnum á aðalfundinn 25.4.2019

Nýr formaður og stjórn Landverndar 30.4.2018

Aðalfundur Landverndar 30. apríl 2018 28.3.2018

Aðalfundur Landverndar 13. maí og Græðum Ísland hleypt af stokkunum 5.5.2017

Aðalfundur Landverndar verður 30. apríl 12.3.2016

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar 10.5.2015

Dagskrá aðalfundar Landverndar 2015 2.5.2015

Aukið samstarf eða sameining náttúruverndarfélaga 7.4.2014

Aðalfundur hafinn: fimmföldun félagsmanna 5.4.2014

Aðalfundur Landverndar 5. apríl n.k. 28.3.2014

Boðað til aðalfundar Landverndar 5. apríl n.k. 8.3.2014

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun 15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi 15.4.2013

Grænfánaverkefnið verði eflt 15.4.2013

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð 15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun 15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi 15.4.2013

Nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun mótmælt 15.4.2013

Úrsögn Grindavíkur úr Reykjanesfólkvangi 15.4.2013

Aðalfundur Landverndar 13. apríl n.k. kl. 13-16 6.4.2013

Ályktanir aðalfundar Landverndar 27.5.2011

Fjölmennur aðalfundur Landverndar 27.5.2011

Kynning á frambjóðendum til stjórnar Landverndar 2011 24.5.2011

Efni aðalfundar 2011 - Umgengni við landið 18.5.2011

Tilkynning frá uppstillingarnefnd 17.5.2011

Aðalfundur 26. maí að Nauthóli 9.5.2011

Aðalfundur Landverndar 2006 28.4.2006

Ályktun um tilraunaverkefni um verndun menningarumhverfis landslags 31.10.1998