Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Landvernd    27.5.2011
Landvernd
Á aðalfundi Landverndar 26. maí voru samþykktar þrjár ályktanir sem stjórn samtakanna hafði veg og vanda af undirbúningi að, þ.e. (1) um annan áfanga Rammaáætlunar, (2) um mengunarmál og eftirlitshlutverk stjórnvalda og (3) um menntun til sjálfbærrar þróunar í skólum.
Fundurinn samþykkti ennfremur þrjár ályktanir nýkjörins formanns um (1) eflngu almenningssamgangna, (2) fjármögnun umhverfisverndarhreyfinga og (3) stofnun ungliðadeildar innan Landverndar.

Í ályktun um 2. áfanga Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða er skorað á ríkisstjórn Íslands að nýta niðurstöður áætlunarinnar til að skapa grunn að sátt um vernd náttúru og menningarminja og forgangsröðun einstakra virkjunarkosta til orkuöflunar.
Ennfremur er ríkisstjórnin hvött til að ráðstafa ekki þeim svæðum sem mesta verndargildið hafa en það eru: vatnasvið Jökulsár á Fjöllum, Torfajökulssvæðið, vatnasvið Jökulsánna í Skagafirði, Þjórsárver og Þjórsá ofan Sultartanga, vatnasvið Skaftár (þ.m.t. Langisjór), Vonarskarð, Kverkfjöll, vatnasvið Markarfljóts, Kerlingarfjöll, vatnasvið Hvítár í Árnessýslu (í óbyggðum) og vatnasvið Skjálfandafljóts.

Ályktun um 2. áfanga Rammaáætlunar

Í ályktun um mengunarmál lýsir Landvernd yfir áhyggjum sínum vegna aukinnar tíðni mengunarslysa og ófullnægjandi eftirliti ábyrgra stofnana. Þau mál sem hér um ræðir eru: díoxinmengun frá sorpbrennslustöðvum, flúormengun frá álverinu á Grundartanga, brennisteinsvetnis-mengun frá Hellisheiði og mengun vegna frárennslis. Landvernd skorar á eftirlitsaðila að koma til móts við gagnrýni Ríkisendurskoðunar með því að bæta sín vinnubrögð.

Ályktun um mengunarmál og eftirlitshlutverk stjórnvalda

Í ályktun um menntun til sjálfbærrar þróunar í skólum fagnar Landvernd þeirri áherslu sem lögð er á sjálfbæra þróun í nýrri aðalnámskrá. Samtökin benda á að umhverfismennt sé lykilatriði í uppeldi skólabarna og fullorðinsfræðslu þar sem umgengni við náttúruna og virðing fyrir lífverum, sé forsenda þess að sambúð manns og náttúru geti orðið farsæl í framtíðinni. Landvernd skorar á yfirvöld að styrkja menntun og skilning kennara á gildi umhverfisfræðslu.

Ályktun um menntun til sjálfbærrar þróunar í skólum

Í ályktun um almenningssamgöngur vorum stjórnvöld hvött til að hefja án tafar átak til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Niðurskurður í samgöngumálum endurspeglaði ekki viðhorf almennings sem skv. könnunum kysi að bæta almenningssamgöngur, minnka umferð einkabíla og bæta hjóla- og göngustíga.
Þá var lagt til að ríkissjóður fjármagnaði umbætur með tekjum af kolefnisgjaldi.

Ályktun um almenningssamgöngur

Í ályktun um fjármögnun umhverfisverndarsamtaka hvatti fundurinn stjórnvöld til að tryggja rekstrargrundvöll umhverfisverndarhreyfingarinnar í landinu. Núverandi rekstrargrundvöllur gerði hreyfingunni ekki kleift að sinna hlutverki sínu á viðunandi hátt. Það væri óásættanlegt í ljósi mikilvægis hennar.

Ályktun um fjármögnun umhverfisverndarsamtaka

Að lokum skoraði fundurinn á Landvernd að stofna ungliðahreyfingu til að gefa ungu fólki tækifæri til að beita sér fyrir málstað umhverfisverndar, auk þess að efla samtökin.

Ályktun um stofnun ungliðahreyfingar

Myndina tók Sigrún Pálsdóttir í ferð Landverndar og Hálendisferða um Torfajökulssvæðið sl. sumar og sjást Kaldaklofsfjöll í baksýn.Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ályktanir samþykktar á aðalfundi Landverndar 2019 7.5.2019

Við minnum á aðalfundinn 25.4.2019

Ályktanir samþykktar á aðalfundi 2018 7.5.2018

Aðalfundur Landverndar 30. apríl 2018 28.3.2018

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni 21.6.2017

Aðalfundur Landverndar 13. maí og Græðum Ísland hleypt af stokkunum 5.5.2017

Náttúruverndarsamtök kæra Bakkalínur til ESA 3.10.2016

Aðalfundur ályktar um friðlýsingar 2.5.2016

Aðalfundur Landverndar verður 30. apríl 12.3.2016

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar 10.5.2015

Dagskrá aðalfundar Landverndar 2015 2.5.2015

Aðalfundur Landverndar 2015 7.4.2015

Aukið samstarf eða sameining náttúruverndarfélaga 7.4.2014

Aðalfundur hafinn: fimmföldun félagsmanna 5.4.2014

Aðalfundur Landverndar 5. apríl n.k. 28.3.2014

Boðað til aðalfundar Landverndar 5. apríl n.k. 8.3.2014

Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyinga til virkjana í Skjálfandafljóti 31.5.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun 15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi 15.4.2013

Grænfánaverkefnið verði eflt 15.4.2013

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð 15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun 15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi 15.4.2013

Nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun mótmælt 15.4.2013

Úrsögn Grindavíkur úr Reykjanesfólkvangi 15.4.2013

Aðalfundur Landverndar 13. apríl n.k. kl. 13-16 6.4.2013

Ályktun baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga 31.5.2012

Ályktun aðalfundar um sameiginlegt umhverfismat háspennulína 14.5.2012

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2012 29.2.2012

Nýárskveðja formanns 1.1.2012

Umsögn um hvítbók 15.12.2011

Drög að skipulagsreglugerð 1.12.2011

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á náttúruverndarlögum 30.11.2011

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun þjóðgarðs við Breiðafjörð 30.11.2011

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs 30.11.2011

Frumvarp um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál 24.11.2011

Umsögn um drög að aðalskipulagi Mýrdalshrepps 22.11.2011

Umsögn um drög að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 17.11.2011

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi 11.11.2011

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum 9.11.2011

Ályktun vegna vegagerðar í Gufudalssveit 22.9.2011

Gengið um Þingvelli á Degi íslenskrar náttúru 14.9.2011

Guðmundur Ingi ráðinn framkvæmdastjóri 14.9.2011

Fjöll og fjölskrúðug hverasvæði Kerlingarfjalla 30.6.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls 28.6.2011

Umsögn Landverndar um áfangaskjal Stjórnlagaráðs 3.6.2011

Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna rannsóknarleyfis í Grændal 2.6.2011

Fjölmennur aðalfundur Landverndar 27.5.2011

Kynning á frambjóðendum til stjórnar Landverndar 2011 24.5.2011

Fyrsta ferð sumarsins 29. maí - Reykjanes, Reykjanestá og Gunnuhver 23.5.2011

Efni aðalfundar 2011 - Umgengni við landið 18.5.2011

Tilkynning frá uppstillingarnefnd 17.5.2011

Aðalfundur 26. maí að Nauthóli 9.5.2011

Landvernd harmar árásir á umhverfisráðherra 12.10.2009

Aðalfundur Landverndar 2006 28.4.2006

Hellisheiðarvirkjun ásættanlegur kostur 16.1.2004

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað 4.11.2003

Óheft malarnám veldur óþarfa spjöllum 4.6.2003

Ályktun um tilraunaverkefni um verndun menningarumhverfis landslags 31.10.1998