Fréttir Bláfáninn Bláfáninn 2018 16.5.2018 16.5.2018 Sólin hækkar á lofti og sumarið er tími bátsferða, sjóbaða, leiks á ströndinni og jafnvel hvalaskoðunarferða. Íslendingar og erlendir ferðamenn geta nú notið þess að heimsækja fjórtán staði víðsvegar um landið þar sem öryggis- og umhverfismál eru í hávegum höfð hjá handhöfum umhverfisvottunarinnar Bláfánans. Þrjár strendur, sex smábátahafnir og fimm hvalaskoðunarfyrirtæki með 31 bát, eru þátttakendur í Bláfánaverkefni Landverndar. Verkefnið er alþjóðleg umhverfisvottun þar sem handhafar þurfa að fara í gegnum strangt umsóknarferli og tryggja að öryggi, umhverfisstjórnun og umhverfismennt séu tryggð á hverjum stað fyrir sig. Bláfáninn er rekinn í 45 löndum víðsvegar um heiminn og í fyrra var honum flaggað á 4.423 stöðum. Allir handhafar Bláfánans á Íslandi frá því í fyrra sóttu um á nýjan leik fyrir árið 2018 og nú hafa niðurstöður Alþjóða Bláfánans borist í hús. Það eru gleðifréttir að allir fjórtan handhafar Bláfánans á Íslandi fá að flagga Bláfánanum í ár og óskar Landvernd þeim til hamingju með árangurinn. Handhafar Bláfánans 2018 Strendur: Langisandur Akranesi, Ylströndin Nauthólsvík og Bláa lónið. Smábátahafnir: Patrekshöfn Patreksfirði, Bíldudalshöfn, Smábátahöfnin á Suðureyri, Hafnarhólmi á Borgarfirði Eystri, Fossvogshöfn Kópavogi og Stykkishólmshöfn. Hvalaskoðunarfyrirtæki: Elding, Specialtours, Whale Safari, Ambassador og Norðursigling. Í lok árs opnar fyrir umsóknir Bláfánans fyrir árið 2019. Verkefnisstjóri Bláfánans, Sigríður Bylgja, veitir allar nánari upplýsingar í gegnum netfangið: sigridur.bylgja@landvernd.is Alþjóða Bláfáninn FEE- umhverfismenntasamtök sem reka Bláfánann á alþjóðavettvangi Bláfánasíða Landverndar Tögg bláfáni bláfáninn blueflag iceland Icelandic Environment Association Landvernd Vista sem PDF