Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi

Aðalfundur Landverndar haldinn laugardaginn 13. apríl 2013 sendi frá sér eftirfarandi ályktun:

Samþykkt nýrra náttúruverndarlaga og sameining verndaðra svæða undir eina stofnun

"Aðalfundur Landverndar 2013 fagnar samþykkt nýrra náttúruverndarlaga. Samtökin telja að með lögunum sé komin heildsteyptari og skýrari umgjörð en áður um vernd íslenskrar náttúru. Samtökin fagna sérstaklega ýmsum nýmælum laganna, þ.m.t. að markmiðssetning hefur verið styrkt, meginreglur umhverfisréttar verið lögfestar, friðlýsingarflokkar lagaðir að alþjóðlegum viðmiðunum og að nú sé í fyrsta sinn heimilt að friðlýsa heil vatnasvið. Þá er einnig ánægjuefni að í lögunum er nú að finna sérstaka kafla um framandi tegundir og akstur utan vega. 

Aðalfundur Landverndar 2013 lýsir þó yfir vonbrigðum með að ekki sé skýrar kveðið á um vernd jarðvegs- og gróðurauðlindarinnar í lögunum. Jafnframt telja samtökin að tækifærið til að einfalda stjórnunarfyrirkomulag friðlýstra svæða á Íslandi hafi ekki verið nýtt og kveðið á um stofnun einnar ríkisstofnunar sem hefði umsjón með öllum vernduðum svæðum á Íslandi, þ.m.t. öllum núverandi þjóðgörðum, friðlöndum og öðrum náttúruverndarsvæðum, þjóðlendum, þjóðskógum og grónum landgræðslusvæðum í eigu ríkisins. Slík stofnun myndi stuðla að betri heildarsýn og styrkja faglega vinnu að náttúruvernd og auka hagræðingu og skilvirkni í opinberum rekstri. Samtökin skora á stjórnvöld að stuðla að sameiningu stofnana og verkefna á þessu sviði."

Alyktun adalfundar Landverndar um nattverndarlog og eina stofnun verndadra svaeda_samthykkt
Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - ljósmyndasýning 4.10.2019

Ábending um gæðastýringu sauðfjárræktar 28.8.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá 17.6.2019

Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða 10.5.2019

Við minnum á aðalfundinn 25.4.2019

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd 17.3.2019

Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands 21.1.2019

Umsögn um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum 5.12.2018

Landvernd kvartar til ESA vegna breytinga á lögum um fiskeldi 14.11.2018

Athugasemdir Landverndar v. frumvarps til laga um Þjóðgarðastofnun 7.9.2018

Bláfáninn 2018 16.5.2018

Aðalfundur Landverndar 30. apríl 2018 28.3.2018

Samstarfssamningur endurnýjaður 27.3.2018

Flokkun og viðgerðir vegna utanvegaaksturs 6.11.2017

Landvernd fagnar áformum um þjóðgarðsstofnun 22.8.2017

Aðalfundur Landverndar 13. maí og Græðum Ísland hleypt af stokkunum 5.5.2017

Farþegum WOW air boðið að styrkja Landvernd 2.2.2017

Laus staða sérfræðings við Grænfánaverkefni Landverndar 18.5.2016

Aðalfundur Landverndar verður 30. apríl 12.3.2016

Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu 7.3.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga 8.2.2016

Álag á náttúruna vegna ferðamanna og leiðir til úrbóta 19.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar 10.5.2015

Dagskrá aðalfundar Landverndar 2015 2.5.2015

Aðalfundur Landverndar 2015 7.4.2015

Gálgahraunstónleikar til styrktar níumenningunum 29.10.2014

Icelandair endurskoði auglýsingu sem hvetur til utanvegaaksturs 28.10.2014

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins 13.10.2014

Aukið samstarf eða sameining náttúruverndarfélaga 7.4.2014

Aðalfundur hafinn: fimmföldun félagsmanna 5.4.2014

Tímamótasamstarf um vernd hálendisins 4.4.2014

Aðalfundur Landverndar 5. apríl n.k. 28.3.2014

Boðað til aðalfundar Landverndar 5. apríl n.k. 8.3.2014

Standa vörð um almannaréttinn 26.2.2014

Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd 13.12.2013

Afturköllun náttúruverndarlaga mótmælt harðlega 25.9.2013

Upptaka af fyrirlestri Bill McKibben 23.5.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun 15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi 15.4.2013

Grænfánaverkefnið verði eflt 15.4.2013

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð 15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun 15.4.2013

Nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun mótmælt 15.4.2013

Úrsögn Grindavíkur úr Reykjanesfólkvangi 15.4.2013

Aðalfundur Landverndar 13. apríl n.k. kl. 13-16 6.4.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera 5.4.2013

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina 27.3.2013

Alþingi klári náttúruverndarfrumvarp fyrir þinglok 13.3.2013

Fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga 17.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp 17.2.2013

Umsögn um frumvarp til laga um ný náttúruverndarlög 8.2.2013

Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd 25.9.2012

Umsögn um hvítbók 15.12.2011

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á náttúruverndarlögum 30.11.2011

Breytingar á refsiákvæðum náttúruverndarlaga 28.11.2011

Guðmundur Ingi ráðinn framkvæmdastjóri 14.9.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls 28.6.2011

Landvernd auglýsir eftir framkvæmdastjóra 27.6.2011

Ályktanir aðalfundar Landverndar 27.5.2011

Fjölmennur aðalfundur Landverndar 27.5.2011

Kynning á frambjóðendum til stjórnar Landverndar 2011 24.5.2011

Efni aðalfundar 2011 - Umgengni við landið 18.5.2011

Tilkynning frá uppstillingarnefnd 17.5.2011

Aðalfundur 26. maí að Nauthóli 9.5.2011

Stefnan tekin á vistvænan lífsstíl 12.3.2011

Starfsfólk Landverndar 21.2.2011

Stjórn Landverndar 2011 21.2.2011

Markmið Landverndar 21.2.2011

Hverjir eru í Landvernd? 21.2.2011

Eldvötn - ný náttúruverndarsamtök í Skaftárhreppi 17.11.2010

Virkjunaráform í Skaftárhreppi - Haustferð 11.-12. september 7.9.2010

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum 19.8.2010

Velheppnuð ferð í Trölladyngju 7.7.2010

Freysteinsvaka á Elliðavatni 7.11.2009

Umsagnir um þingmál 8.12.2008

Aðalfundur Landverndar 2006 28.4.2006

Krían - 3ja. tölublað 2003 8.11.2003

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað 4.11.2003

Grænlendingar dragi úr fuglaveiðum 25.8.2003

Hvað er ósnortin náttúra? 24.6.2003

Ályktun um tilraunaverkefni um verndun menningarumhverfis landslags 31.10.1998