Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Margrét  Hugadóttir    13.2.2017
Margrét Hugadóttir

Föstudaginn 10. febrúar sl. hélt Landvernd ráðstefnu fyrir skóla á grænni grein á Íslandi, en þetta er stærsta verkefni Landverndar og stærsta verkefni í menntun til sjálfbærni á Íslandi sem og í heiminum öllum (e. Eco-Schools).

Um 140 kennarar, skólastjórar og starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla af öllum landshlutum Íslands Íslands sóttu ráðstefnuna sem var haldin á Fosshóteli í Reykjavík við Þórunnartún 1.

Á ráðstefnunni voru teknar fyrir áskoranir og tækifæri sem flóknari umhverfismál fela í sér og fjallað um þróunarverkefni Skóla á grænni grein sem takast á við þau, en Landvernd er um þessar mundir að  gefa út handbækur fyrir þátttökuskóla verkefnisins. Á ráðstefnunni var fjallað um efni þessara handbóka en sú fyrsta; „Á grænni grein, umhverfisvitund og sjálfbærni“ eftir Katrínu Magnúsdóttur, er komin út á rafrænan hátt. Fjallað er um tengingu Skóla á grænni grein við sjálfbærnimenntun og aðalnámskrá. Sjá hér.  Á næstunni koma út tvær aðrar handbækur, önnur fjallar um vistheimtarverkefni Landverndar með skólum og hin um kennslufræðilegar nálganir við flóknari umhverfismál á borð við loftslagsbreytingar og lífbreytileika.

Auk þessara erinda voru vinnustofur þar sem þáttakendur fengu að fást við og prófa ný hugtök, nálganir og kennsluefni: Af stað með úrgangsforvarnir, allur skólinn með (e. whole school approach), innleiðing á framhalds- og háskólaskólastigi, og lengra komnir skólar. Erindi voru tekin upp og verða aðgengileg á heimasíðu ráðstefnunnar: http://graenfaninn.landvernd.is/radstefnur/2017.

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ávörpuðu ráðstefnugesti og veittu tveimur skólum sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa fengið afhenta flesta Grænfána allra skóla í verkefninu, eða alls átta. Þetta eru Fossvogsskóli og Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar sem hafa verið Skólar á grænni grein frá upphafi eða síðan verkefnið hóf göngu sína hér á landi árið 2000.

Samband Íslenskra Sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Norræna ráðherranefndin styrktu ráðstefnuna.

 

Myndir frá ráðstefnunni

Tögg
Radstefna_3.jpg  Radstefna_2.jpg  Radstefna2017._1.jpg  Radstefna2017.jpg 

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!