Fréttir Eldvötn - ný náttúruverndarsamtök í Skaftárhreppi 17.11.2010 Landvernd 17.11.2010 Landvernd Nýverið stofnaði hópur áhugafólks í Skaftárhreppi með sér samtök um náttúruvernd í nafni Eldvatna. Í fréttatilkynningu frá samtökunum kemur fram að: "Markmið [þeirra sé] að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða, fyrst og fremst. Þessum markmiðum hyggjast samtökin ná með því að: - Efla vitund almennings – einkum íbúa Skaftárhrepps – um gildi náttúrunnar, umhverfismál og náttúruvernd. - Veita stjórnvöldum og framkvæmdaaðilum gagnrýnið aðhald." Til að gerast stofnfélagi í samtökunum má undirrita stefnuyfirlýsingu Eldvatna fyrir árslok 2010. Félagið er opið öllum lögráða einstaklingum er leggja vilja umhverfis- og náttúruvernd lið, í samræmi við markmið samtakanna og lög þeirra. Nánari upplýsingar um Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi má fá með því að senda póst á netfangið eldvotn@gmail.com.is Tögg áhugafólk Eldvötn Náttúruvernd samtök Skaftárhreppur Vista sem PDF