Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - ljósmyndasýning

Landvernd    4.10.2019
Landvernd
Ellert Grétarsson     Náttúruperlan Eldvörp á Reykjanesi er algjörlega einstök. Eldvörp eru í hættu.

Margmiðlunarsýningin „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við Norræna húsið og Framtíðarlandið. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Landverndar. 

Á þessari einstöku margmiðlunarsýningu með ljósmyndum, stuttmyndum og gagnvirkum upplýsingaskjám er fjallað um þær náttúruperlur sem hafa glatast og gætu glatast ef haldið verður áfram á sömu braut. 

Ísland er einstakt með sinni stórbrotnu og lítt snortnu náttúru með samspili jarðhita og jökla, gljúfra og gilja, stórra fjalla og fjölmargra vatnsfalla, víðáttumikilla auðna og viðkvæms gróðurs í óbyggðum víðernum sem eiga engan sinn líka. Það eru verðmæti sem ekki verða mæld í krónum og aurum, en verða þó sífellt meiri eftir því sem þau eru látin ósnortin lengur. Átökin um þessi verðmæti hafa staðið í áratugi og mikið hefur glatast vegna stórra framkvæmda eins og orkuvinnslu.

Hjarta sýningarinnar slær í aðalsal Norræna hússins með þrem myndbandsverkum og stórum ljósmyndum um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar og Hvalárvirkjunar. Stór snertiskjár í anddyrinu með Náttúrukorti Framtíðarlandsins veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi sem fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða nýta á annan hátt. 

Hið dýrmæta en viðkvæma dýraríki landsins í samspili við fyrrnefndar náttúruperlur er einnig í kastljósi sýningarinnar en óvenju lifandi og skemmtilegar myndir um villt dýr á Íslandi eru settar upp í Barnabókasafni Norræna hússins. Er ekki nóg komið af eyðileggingu? 

Sýningin mun standa yfir til 17. nóvember alla daga frá 10:00 til 17:00 í Norræna húsinu. Nánari upplýsingar má finna hér.

Tögg
eldvorp-Ellert-gretarsson.jpg 

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Landvernd 50 ára - Afmælishátíð og ráðstefna 21.10.2019

L50 Perlur Reykjaness 22. september nk. 21.8.2019

Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar 9.7.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá 17.6.2019

Áskorun um friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu 14.2.2019

Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands 21.1.2019

Athugasemdir við skipulagstillögur Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar 7.10.2017

Hagfræðideild HÍ reiknar væntar tekjur Hvalárvirkjunar 6.10.2017

Landvernd fagnar áformum um þjóðgarðsstofnun 22.8.2017

Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu 7.3.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga 8.2.2016

Álag á náttúruna vegna ferðamanna og leiðir til úrbóta 19.5.2015

Gálgahraunstónleikar til styrktar níumenningunum 29.10.2014

Icelandair endurskoði auglýsingu sem hvetur til utanvegaaksturs 28.10.2014

Tímamótasamstarf um vernd hálendisins 4.4.2014

Standa vörð um almannaréttinn 26.2.2014

Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd 13.12.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun 15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi 15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun 15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi 15.4.2013

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina 27.3.2013

Alþingi klári náttúruverndarfrumvarp fyrir þinglok 13.3.2013

Fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga 17.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp 17.2.2013

Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum 12.2.2013

Tillaga HS-Orku að matsáætlun rannsóknaborhola í Eldvörpum (umsögn) 4.2.2013

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls 28.6.2011

Eldvötn - ný náttúruverndarsamtök í Skaftárhreppi 17.11.2010

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum 19.8.2010

Freysteinsvaka á Elliðavatni 7.11.2009

Umsagnir um þingmál 8.12.2008

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað 4.11.2003

Grænlendingar dragi úr fuglaveiðum 25.8.2003

Hvað er ósnortin náttúra? 24.6.2003