Fréttir Gálgahraunstónleikar til styrktar níumenningunum 29.10.2014 29.10.2014 Miðvikudaginn 29.október 2014 stendur tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fyrir tónleikum til styrktar níumenningunum sem hlutu dóm fyrir að mótmæla aðgerðum í Gálgahrauni síðla árs 2013. Hverjum og einum níumenninganna var gert að greiða sekt upp á 100.000kr og 150.000kr í málskostnað. Tónleikarnir eru haldnir til að safna fé til að greiða sektir þeirra og til að sýna samstöðu með baráttu þeirra. Ómar Ragnarsson verður kynnir á tónleikunum en fram koma: Hljómsveitin Spaðar Uni Stefson AmabAdamA Snorri Helgasson Ojbarasta KK Dikta Jónas Sig Pétur Ben Prins Póló Hallveig Rúnarsdóttir óperusöngkona Bubbi Morthens Allir þeir sem fram koma gefa vinnuna sína Við hvetjum sem flesta til að mæta og sýna samstöðu í náttúruvernd og njóta góðrar tónlistar saman. Þeir sem ekki komast í kvöld geta lagt níumenningunum lið með því að leggja inn á reikning 140-05-71017 kt. 480207-1490 Stöndum saman! Tögg Gálgahraun Náttúruvernd níumenningarnir Vista sem PDF