Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Græn vika Evrópusambandsins - 2005

Landvernd    15.10.2008
Landvernd

Umhverfisátakið Græn vika verður haldin á ný á þessu ári á vegum Evrópusambandsins. Markmiðið með vikunni er að auka vitund fólks á umhverfismálum. Þema vikunnar í ár er loftslagsbreytingar.

Í tilefni af Grænni viku býðst nemendum á aldrinum 6-16 ára að taka þátt í verðlaunasamkeppni. Samkeppnin fer fram í tveimur flokkum sem báðir tengjast þema vikunnar. Flokkarnir eru sem hér segir:
- nemendur á aldrinum 6-10 ára einstaklingsverkefni - nemendur senda inn teikningar eða málverk
- nemendur á aldrinum 11-16 ára hópverkefni - nemendur búa til stafrænar stuttmyndir. Myndirnar mega að hámarki vera 3 mínútur og skulu vera án tals.

Skilafrestur verka í keppnina er til 15. mars. Höfundar bestu verka í hvorum flokki fá boð um að senda verk sín til sýningar á ráðstefnu sem haldin verður í Brussel í tilefni af Grænni viku. Sigurvegurum verður einnig boðið til Brussel í fylgd foreldra/forráðamanna og taka þar við verðlaunum.
Einungis verður tekið á móti verkum í keppnina á vef hennar.
Vefur Grænnar viku verður formlega opnaður 25. janúar nk. Áhugasamir geta sent tölvupóst á Chris Coakley (chris.coakley@eun.org) til að gerast áskrifendur að póstlista Grænnar viku og fá þá senda tilkynningu í tölvupósti um leið og vefurinn opnar.
Heimild: Evrópska skólanetið:
http://eschoolnet.eun.org/ww/en/pub/eschoolnet/showroom/items/preannouncement_greenweek.htm

Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!