Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Hörð gagnrýni á Vegagerðina og Skipulagsstofnun

Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli meta umhverfisáhrif vegagerðar um Kjöl. Landvernd telur að Skipulagsstofnun hafi við meðferð málsins brotið gegn löggjöf um umhverfismat framkvæmda, umhverfismat áætlana og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Landvernd æskir álits EFTA-dómsstólsins við úrlausn málsins og krefst stöðvunar framkvæmdarinnar haldi  Vegagerðin því til streitu að halda henni áfram án undanfarandi umhverfismats. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála mun fjalla um kæruna.

Frá árinu 1995 hefur Vegagerðin unnið að breytingum á rúmlega 40 km kafla Kjalvegar, allt frá Gullfossi að Árbúðum, norðan Hvítár, í misstórum áföngum. Um er að ræða uppbyggðan veg sem víða er utan eldra vegstæðis. Vegagerðin hefur ekki látið fara fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Að undangengnum ábendingum Landverndar og fleiri óskaði Vegagerðin í sumar eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til þess hvort umhverfismeta skyldi þá 3 km sem eftir eru af vegarlagningunni að Árbúðum.  

Með því að búta vegaframkvæmdirnar upp í áfanga gerist Vegagerðin sek um að beita alþekktri aðferð, s.k. „salami slicing“ eða „pylsuskurði“, til þess að skjóta sér undan mati á umhverfisáhrifum, þar sem hver framkvæmdakafli er ekki lengri en svo að ekki er skylt að umhverfismeta hann. Landvernd mótmælir þessum vinnubrögðum harðlega og bendir á í kæru sinni að „pylsuskurður“ Vegagerðarinnar standist ekki löggjöfina um umhverfismat. Um það vitni Evrópudómstólinn en hann hefur margdæmt það óheimilt að fara í kringum markmið umhverfismatslaga með því að skipta framkvæmd upp með þessum hætti.

Landvernd gagnrýnir ákvörðun Skipulagsstofnunar og aðhaldsleysi í málinu harðlega og telur óhjákvæmilegt að ákvörðunin verði ógilt. Stofnuninni beri að líta til dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins og láta heildarframkvæmdina lúta mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun hafi ekkert hugað að heildaráhrifum umræddra vegbreytinga, t.d. ekkert að því, hver heildaráhrifin yrðu af breyttum, uppbyggðum vegi á hálendisumferð, ásókn inn á hálendið og upplifun útivistarfólks og annarra ferðamanna, áhrif á víðerni og á þolmörk náttúrunnar. Þá gáði stofnunin ekkert að því, hver samlegðaráhrif kynnu að verða af breyttum vegi og uppbyggingaráformum í gistingu í hálendismiðstöðinni í Kerlingarfjöllum sem stofnunin þó hafði til meðferðar á sama tíma. Landvernd lítur sérstaklega til þess að um er að ræða framkvæmdir á hálendi Íslands sem er ein viðkvæmasta og verðmætasta náttúruperla landsins.

Kæru Landverndar má finna hér í viðhengi.

Kaera Landverndar a akvordun Skpstfn a matsskyldu Kjalvegar_28sept2015
Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Umsögn vegna breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum. 25.4.2019

Ályktanir samþykktar á aðalfundi 2018 7.5.2018

Fréttatilkynning vegna Hvammsvirkjunar 15.3.2018

Þrjár ákvarðanir vegna hótels á Grímsstöðum í Mývatnssveit kærðar 13.12.2016

Stefnumarkandi úrskurður í Bakkalínumáli 11.10.2016

Vegagerðinni óheimilt að búta niður framkvæmdir til að komast hjá umhverfismati.  20.7.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets 9.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit 19.5.2016

Áskorun gegn Sprengisandslínu 11.11.2015

Gefum engan afslátt af umhverfismati 5.10.2015

Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar 28.9.2015

Veikir umhverfisvernd á Ísland 11.9.2015

Landsnet neitar að afhenda skýrslu 30.6.2015

Landvernd ítrekar kröfu sína um nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka 8.6.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi 30.11.2014

Breyting á endurskoðunarákvæði matsskýrslna? 25.11.2013

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3 23.3.2013

Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum 12.2.2013

Ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna orkuversins í Svartsengi kærð 23.1.2013

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum (umsögn) 19.12.2012

Umsögn um tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu 20.11.2012

Kæra útgáfu byggingarleyfis á Úlfarsfelli 29.6.2012

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, aukin matsskylda o.fl.) 5.4.2012