Fréttir Kolviður Náttúruvernd Hugleiðing formanns Landverndar á degi íslenskrar náttúru 2019 16.9.2019 Landvernd Blágresi 16.9.2019 Landvernd Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar Á degi íslenskrar náttúru er rétt að rifja upp eitt lykilhugtak í náttúruvernd, líffræðileg fjölbreytni. Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að tilgangurinn með verndun líffræðilegrar fjölbreytni hér á landi sé að styrkja og varðveita til framtíðar þær tegundir sem hafa frá upphafi skapað íslenska náttúru og þrifist hér á landi í árþúsundir og að koma í veg fyrir að tegundir deyi út af mannavöldum og hverfi, eins og geirfuglinn, um aldur og ævi jarðar. Nýlegar upplýsingar benda til þess að sérstakur stofn rostunga hafi af manna völdum hlotið sömu örlög hér við land og geirfuglinn. Uppblástur og jarðvegseyðing hafa fram til þessa verið meðal þess sem helst ógnar líffræðilegri fjölbreytni og spillir lífsskilyrðum í landinu. Um það eru allir sammála. Ofbeit búfjár er helsta ástæða fyrir jarðvegseyðingu og mikilvægt að ná tökum á henni og sjá til þess að beit verði sjálfbær alls staðar á landinu. Önnur helsta ógn við líffræðilega fjölbreytni hér á landi eru innfluttar ágengar tegundir. Íslendingar hafa þegar reynslu af því hvað getur gerst þegar lúpína og kerfill æða yfir fjölbreyttan gróður og breyta í einsleitni. Skilningur virðist vaxandi á því að hefta útbreiðslu á þessum tegundum. Það kostar fé, svita og tár. Öðru máli gegnir um skilning á því að erlendar trjátegundir sem hafa reynst öflugar í því að klæða landið skógi. Þær geta einnig ógnað líffræðilegri fjölbreytni. Reynslan í nágrannalöndum okkar sýnir að við gróðursetningu á þeim þarf að hafa varann á. Sumar erlendar trjátegundir ætti ekki að nota nema í þar til skilgreindum reitum þar sem ætlunin er að rækta nytjaskóg, sem auðlind fyrir komandi kynslóðir. Við uppgræðslu almennt ætti að nota innlendar tegundir. Landvernd er aðili að Kolviði sem hefur það hlutverk að binda kolefni í gróðri og jarðvegi til að draga úr hamfarahlýnun. Vinsældir sjóðsins fara vaxandi. Í starfi sjóðsins leggur Landvernd áherslu á að stand vörð um líffræðilegra fjölbreytni. Tögg dagur íslenskrar náttúru formaður Kolviður Líffræðileg fjölbreytni Líffræðilegur fjölbreytileiki Vista sem PDF