Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Hvað er ósnortin náttúra?

Landvernd    24.6.2003
Landvernd

Hádegisfyrirlestur í Norrænahúsinu í Reykjavík miðvikudaginn 25. júní um spurninguna hvað sé ósnortin náttúra.

Bandarískur umhverfissagnfræðingur, Harriet Ritvo mun halda hádegisfyrirlestur í Norrænahúsinu í Reykjavík miðvikudaginn 25. júní. Harriet Ritvo starfar sem prófessor við hinn virta háskóla Massachusetts Institute for Technology (MIT) og fjallar í núverandi í rannsóknum sínum um grundvöll náttúruverndar.

Í fyrirlestri sínum mun Ritvo fjalla um hvað sé ósnortin náttúra og hvort mannvirki og athafnir mannsins séu raunveruleg náttúruspjöll eða einfaldlega breytingu á náttúru sem óháð aðgerðum og mannvirkjum manna tekur sífelldum breytingum. Fyrirlesturinn verður sagnfræðilegur þar sem lagt verður út af umræðu á síðari hluta nítjándu aldar í Bretlandi þegar ráðamenn Manchester fóru að gera áætlanir um að stífla stöðuvatn í Vatnahverfinu (Lake District) fyrir vatnsból borgarinnar. Mótmælin gegn þessari stíflu eru stundum nefnd upphaf umhverfishreyfinga. Málið snérist aðallega um ósnortna náttúru og náttúrufegurð svo og eignarrétt og þjóðarrétt. Þetta var ekki spurning um að vernda dýr eða gróður. Að mati Ritvo var umhverfishreyfingin tengd síðrómantík nítjándu aldar. Þótt Harriet sé sjálf mjög vilhöll náttúruverndarfólki þá vekur þessi fyrirlestur hennar erfiðar spurningar fyrir þá sem leggja mikla áherslu á náttúruvernd.

Það eru Landvernd og Hið íslenska náttúrufræðifélaga sem standa að þessum fyrirlestri. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - ljósmyndasýning 4.10.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá 17.6.2019

Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands 21.1.2019

Landvernd fagnar áformum um þjóðgarðsstofnun 22.8.2017

Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu 7.3.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga 8.2.2016

Álag á náttúruna vegna ferðamanna og leiðir til úrbóta 19.5.2015

Gálgahraunstónleikar til styrktar níumenningunum 29.10.2014

Icelandair endurskoði auglýsingu sem hvetur til utanvegaaksturs 28.10.2014

Tímamótasamstarf um vernd hálendisins 4.4.2014

Standa vörð um almannaréttinn 26.2.2014

Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd 13.12.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun 15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi 15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun 15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi 15.4.2013

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina 27.3.2013

Alþingi klári náttúruverndarfrumvarp fyrir þinglok 13.3.2013

Fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga 17.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp 17.2.2013

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls 28.6.2011

Eldvötn - ný náttúruverndarsamtök í Skaftárhreppi 17.11.2010

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum 19.8.2010

Freysteinsvaka á Elliðavatni 7.11.2009

Umsagnir um þingmál 8.12.2008

Laxeldið og áhrif þess á lífríkið 9.11.2003

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað 4.11.2003

Grænlendingar dragi úr fuglaveiðum 25.8.2003