Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Kæra útgáfu byggingarleyfis á Úlfarsfelli

Landvernd ásamt fleiri aðilum kæra útgáfu byggingarleyfis fyrir mannvirki til hýsingar fjarskiptabúnaðar og mastra til útsendinga á Úlfarsfelli. 

Kært er byggingarleyfi í Úlfarsárlandi 1233800 gefið út af Reykjavíkurborg til Fjarskipta ehf þann 22.maí 2012 og varðar tækjaskýli úr timbri klætt stáli og tveimur tréstaurum (10 m háir) til fjarskiptareksturs á hæsta toppi Úlfarsfells í landi Reykjavíkur. Farið er fram á að byggingarleyfið verði fellt úr gildi, að mannvirki sem byggð eru á grundvelli þess verði fjarlægð af Úlfarsfelli ásamt öllu raski sem fylgir mannvirkjunum og tengdum framkvæmdum svo sem ljósleiðara og rafstreng. 

Farið fram á stöðvun byggingarframkvæmda nú þegar. 

Farið er fram á að úrskurðarnefnd leggi í samræmi við 10.gr. stjórnsýslulaga mat á lögmæti útgáfu byggingarleyfisins og úrskurði þar um. 

Kæruna í heild má nálgast hér að neðan.

Kæra byggingarleyfi og krafa um stöðvun Úlfarsfelli send 29062012.pdf
Tögg
Landvernd_Logo_Hvitt-01.jpg.jpg 

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!