Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Knappur tímarammi í samningi PCC og Landsnets

Landsneti er skylt að veita Landvernd aðgang að samningi sínum við PCC um flutningslínur til  Bakka. Þetta var niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrri mánuði. Samningurinn ber að mati Landverndar vott um að of skammur tími hafi í upphafi verið ætlaður til  að standa við skuldbindingar um flutning raforku til PCC.

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafa undanfarin misseri látið reyna á réttmæti aðferða Landsnets við raflínulagnir til Bakka við Húsavík. Hafa loftlínuframkvæmdir Landsnets um Þeistareykjahraun, Leirhnjúkshraun og hverasvæðið við Þeistareyki þegar verið stöðvaðar af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Svæðin hafa mikið verndargildi og njóta sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum. Landvernd vill láta skoða aðrar aðferðir við raflínulagnir sem hlífa þessum verndarsvæðum.

Í þessu augnamiði óskuðu samtökin einnig eftir að sjá efnisatriði samnings Landsnets við PCC frá mars 2015, meðal annars um tæknilega og kostnaðarlega þætti. Landsnet hafnaði því að afhenda umhverfisverndarsamtökunum ákveðna hluta samningsins. Þá neitun létu umhverfisverndarsamtökuin reyna á fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingarmál í júní 2015, en úrskurður féll í liðnum mánuði. Í stutti máli var fallist á kröfur Landverndar.

Í samningnum kemur fram að fyrsti afhendingardagur orku á Bakka er 1. nóvember 2017, en skrifað var undir samning PCC og Landsnets í mars 2015. Landsnet hafði því 2,5 ár til að standa við gerðan samning. Draga má í efa að gert hafi verið ráð fyrir nægum tíma í samningnum, ekki síst ef litið er til eftirfarandi þátta:

     * óánægju umhverfisverndarsamtaka með umhverfisáhrif línanna,

     * samningar höfðu og hafa ekki enn náðst við alla landeigendur (eignarnámsbeiðni var send atvinnuvegaráðuneyti í september 2015 sem enn hefur ekki úrskurðað um eignarnám),

     * ekki er sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en í mars 2016 og þau veitt í apríl og júní 2016,

     * framkvæmdaleyfi eru kæranleg lögum samkvæmt í mánuð eftir útgáfu þeirra,

     * málsmeðferðartími úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er lögum samkvæmt 6 mánuðir í stórum og flóknum málum, en hefur verið a.m.k. helmingi lengri í mörgum tilfellum.

Landvernd fordæmir þá leyndarhyggju sem Landsnet ástundar í kringum hina lögbundnu starfsemi sína. Landsnet bar í þessu máli fyrir sig að um vinnugögn væri að ræða, upplýsingarnar vörðuðu þjóðaröryggi og að um viðskiptaleyndarmál væri að ræða auk þess sem fyrirtækið taldi lög um upplýsingar um umhverfismál ekki ná til samningsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á neitt þessara sjónarmiða. Fagnaðarefni er að æðri stjórnvöld átta sig á mikilvægi þess að almenningi sé ekki haldið frá upplýsingum sem geta skipt hann máli, ekki síst þegar um almannahagsmuni eins og náttúruvernd er að ræða. Lög um upplýsingar um umhverfismál hafa enn og aftur sannað gildi sitt.

Samninginn við PCC má hér að neðan.  

Samningur LN og PCC eftir urskurd_LNPRINT02_iR-1_1261_001.pdf
Urskurdur UNU_12ag2016_nr 638 2016_samningur LN vid PCC.pdf
Tögg
IMG_4385.JPG 

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ofsaveður og ábyrgðarlaust tal 16.12.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 30.6.2019

Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 15.7.2018

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni 21.6.2017

Frumsýning heimildarmyndarinnar Línudans 1.3.2017

Jákvæðar breytingar á raflínuáætlun Landsnets 23.11.2016

Stefnumarkandi úrskurður í Bakkalínumáli 11.10.2016

Náttúruverndarsamtök kæra Bakkalínur til ESA 3.10.2016

Staðreyndir í Bakkalínumáli 28.9.2016

Áskorun á Alþingi Íslendinga vegna Bakkalína 23.9.2016

Áskorun á Alþingi Íslendinga vegna Bakkalína 23.9.2016

Íhlutun ríkisstjórnar í störf úrskurðarnefndar fráleit 12.9.2016

Krafa um nýtt umhverfismat Bakkalína ítrekað 23.8.2016

Stöðvun framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 22.8.2016

Vegagerðinni óheimilt að búta niður framkvæmdir til að komast hjá umhverfismati.  20.7.2016

Umhverfismeta þarf nýtt hótel í Kerlingarfjöllum 15.7.2016

Kröflulína 4 stöðvuð til bráðabirgða 4.7.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets 9.6.2016

Landsnet úrskurðað til að afhenda Landvernd skýrslu 1.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit 19.5.2016

Umhverfisvernd fyrir dómi - kerfisáætlun ekki bindandi 16.11.2015

Áskorun gegn Sprengisandslínu 11.11.2015

Veikir umhverfisvernd á Ísland 11.9.2015

Landsnet neitar að afhenda skýrslu 30.6.2015

Landvernd ítrekar kröfu sína um nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka 8.6.2015

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd 19.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar 10.5.2015

Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka 24.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar 30.1.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi 30.11.2014

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3 23.3.2013

Álver í ólgusjó 25.11.2010