Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Landsnet neitar að afhenda skýrslu

Landvernd hefur kært Landsnet hf. fyrir Úrskurðarnefnd upplýsingamála. Landvernd hafði óskað eftir því að Landsnet léti samtökunum í té skýrslu um jarðstrengi sem unnin var fyrir fyrirtækið. Umrædd skýrsla er ítarleg og fræðileg skýrsla á ensku, en hinn 12. febrúar sl. kynnti Landsnet íslenska samantekt hennar með heitinu „Lagning jarðstrengja á hærri spennum í raforkuflutningskerfinu“.

Að mati Landverndar ætti hin enska útgáfa skýrslunnar að hafa ítarlegri og tæknilegri upplýsingar en hin íslenska og ætti því að vera opin almenningi og stofnunum hins opinbera, sem þannig gætu kynnt sér og nýtt sér efni hennar á faglegan hátt.

Í inngangi íslensku samantektarinnar segir:

„Árið 2014 vann verkefnishópur á vegum Landsnets, með sérfræðingum á sviði jarðstrengja og jarðstrengslagna frá Íslandi og Danmörku, að umfangsmiklu rannsóknarverkefni varðandi lagningu 132 kV og 220 kV háspennustrengja á Íslandi. Markmið verkefnisins var að greina hagkvæmustu kosti við val á jarðstrengjum, lagningu þeirra og frágangi með tilliti til flutningsgetu, kerfisaðstæðna, áreiðanleika, umhverfis og kostnaðar. Verkefni sem þetta er mikilvægt fyrir Landsnet þar sem gera má ráð fyrir að jarðstrengsframkvæmdum í flutningskerfinu muni fjölga á komandi árum.“

Meðal þess er fram kemur í íslenskri útgáfu skýrslunnar er eftirfarandi:  „Niðurstöður verkefnisins voru settar fram í ítarlegri og fræðilegri skýrslu á ensku […]“. Fram kemur að tilgangur íslensku útgáfu skýrslunnar sé „[…]að veita almennar upplýsingar um helstu niðurstöður og fjalla um jarðstrengi og lagningu þeirra á almennan og fræðandi hátt fyrir sem flesta.“ Íslenska útgáfa skýrslunnar var gerð aðgengileg á heimasíðu Landsnets.

Landsnet hafnaði beiðni Landverndar á grundvelli þess að í skýrslunni væru mikilvægar upplýsingar er varða fjárhags- og viðskiptahagsmuni. 

Kaera til urskurdarnefndar upplysingamala_gogn Landsnet_neitun_23april 2015
Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ofsaveður og ábyrgðarlaust tal 16.12.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 30.6.2019

Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 15.7.2018

Fréttatilkynning: Raforkuöryggi á Vestfjörðum best tryggt með jarðstrengjum 10.1.2018

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni 21.6.2017

Frumsýning heimildarmyndarinnar Línudans 1.3.2017

Þrjár ákvarðanir vegna hótels á Grímsstöðum í Mývatnssveit kærðar 13.12.2016

Jákvæðar breytingar á raflínuáætlun Landsnets 23.11.2016

Stefnumarkandi úrskurður í Bakkalínumáli 11.10.2016

Staðreyndir í Bakkalínumáli 28.9.2016

Knappur tímarammi í samningi PCC og Landsnets 20.9.2016

Íhlutun ríkisstjórnar í störf úrskurðarnefndar fráleit 12.9.2016

Krafa um nýtt umhverfismat Bakkalína ítrekað 23.8.2016

Stöðvun framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 22.8.2016

Kröflulína 4 stöðvuð til bráðabirgða 4.7.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets 9.6.2016

Landsnet úrskurðað til að afhenda Landvernd skýrslu 1.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit 19.5.2016

Umhverfisvernd fyrir dómi - kerfisáætlun ekki bindandi 16.11.2015

Áskorun gegn Sprengisandslínu 11.11.2015

Hörð gagnrýni á Vegagerðina og Skipulagsstofnun 29.9.2015

Veikir umhverfisvernd á Ísland 11.9.2015

Landvernd ítrekar kröfu sína um nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka 8.6.2015

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd 19.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar 10.5.2015

Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka 24.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar 30.1.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi 30.11.2014

Útrýma beri hindrunum í framkvæmd Árósasamningsins 30.6.2014

Gagnrýna eignarnámsleyfi iðnaðarráðherra 13.3.2014

Jarðstrengir raunhæfur valkostur til flutnings raforku 13.11.2013

Eru jarðstrengir raunverulegur kostur? 11.11.2013

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3 23.3.2013

Ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna orkuversins í Svartsengi kærð 23.1.2013

Kæra útgáfu byggingarleyfis á Úlfarsfelli 29.6.2012