Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Landvernd 50 ára - Afmælishátíð og ráðstefna

Landvernd    21.10.2019
Landvernd

Í tilefni af 50 ára afmæli Landverndar fagna samtökin á afmælisdaginn sjálfann næstkomandi föstudag 25. október með afmælishátíð og ráðstefnu í Norræna húsinu. 

Dagskrá hátíðarinnar hljóðar svo: 

Kl. 14:30 Afmælisráðstefna – Sigrar og ósigrar í íslenskri náttúruvernd í 50 ár

◾ Innlegg frá formanni Landverndar, Tryggva Felixson
◾ Frá nútíð til framtíðar; Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands
◾ Pallborðsumræður - Stjórnandi: Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra

       ▫ Þóra Ellen Þórhallsdóttir
       ▫ Hjörleifur Guttormsson
       ▫ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
       ▫ Elísabet Jökulsdóttir
       ▫ Þorgerður María Þorbjarnardóttir

___________________

Kaffihlé kl. 16:00

___________________

Kl. 16:30 Hátíðarfundur

◾ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
◾ Tryggvi Felixson, formaður Landverndar
◾ Kveðjur frá erlendum systursamtökum
◾ Lífið, náttúran, menning - Stjórnandi: Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra

          ▫ Bókin, orðið, umhverfið og náttúran, Andri Snær Magnason
          ▫ Ljóðið, náttúran og umhverfið, Steinunn Sigurðardóttir
          ▫ Sjónlist og náttúran, Ósk Vilhjálmsdóttir
          ▫ Tónlistin og náttúran, Svavar Knútur

__________________

Veitingar kl. 17:30

__________________

Öll velkomin!

 

Viðburður á Facebook

Tögg
Aldeyjarfoss.jpg 

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!