Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Landvernd harmar árásir á umhverfisráðherra

Landvernd    12.10.2009
Landvernd

Yfirlýsing Landverndar vegna áforma um álver í Helguvík
Stjórn Landverndar harmar linnulausar árásir fylgjenda byggingar álvers í Helguvík á umhverfisráðherra landsins undanfarið og skorar á hlutaðeigandi aðila að útskýra fyrir þjóðinni hvernig það þjóni hagsmunum Íslendinga að verja nær allri orku sem hugsanlega eftir stendur á Suður- og Suðvesturlandi til einnar verksmiðju í þungaiðnaði. Samtökin beina þessari fyrirspurn til þeirra aðila vinnumarkaðarins sem hafa haft sig í frammi, til Norðuráls, til HS Orku, til Orkuveitu Reykjavíkur, og til viðkomandi sveitarfélaga og alþingismanna. Þá hvetja samtökin landsmenn alla til að hlusta á unga fólkið sem á að erfa landið og til að gera boðskap nýafstaðins Umhverfisþings um sjálfbært Ísland að sínum.

Áform um álver í Helguvík gera ráð fyrir einu stærsta álveri í Evrópu með 360.000 tonna framleiðslugetu og gífurlegri orkuþörf eða allt að 630 MW. Til samanburðar var framleiðslugeta álvers Ísal í Straumsvík 33.000 tonn þegar það tók til starfa árið 1969 og er því fyrirhugað álver í Helguvík um 11 sinnum stærra. Landvernd bendir á að ekki hefur verið sýnt fram á hvernig á að afla nægilegrar orku til svo stórs álvers, hvað þá hvernig flytja á orkuna frá stórum fjölda orkuvinnslusvæða til Helguvíkur án þess að valda verulegu eignatjóni á friðuðum svæðum og spilla ásýnd Reykjanesskagans með tröllvöxnum háspennulínum. Minnt er á að sum þeirra orkuvinnslusvæða sem horft er til hafa verndargildi á heimsvísu.

Landvernd minnir enn og aftur á að hagvöxtur og náttúruvernd eru ekki andstæður heldur, þvert á móti, er umhverfis- og náttúruvernd forsenda efnahagslegar og samfélagslegar velmegunar til lengri tíma litið. Hægt er að byggja upp blómlegt atvinnulíf á Íslandi án þess að valda alvarlegum spjöllum á náttúru landsins. Nýting orkuauðlinda þarf ekki að fela í sér stórkostleg náttúruspjöll. Vanda þarf til verka, bæði hvað varðar val á verkefnum sem og stjórnsýslu og átta sig á heildaráhrifum áður en lagt er af stað. Einnig þarf að kunna sér hóf. Í stað þess að ráðast í 360.000 tonna álver í Helguvík er mun vænlegra fyrir íslenskt samfélag og efnahag að takmarka stærð væntanlegs álvers við það sem orkulindir og náttúra landsins geta borið.

Sjá meðfylgjandi ítarefni.

Nánari upplýsingar veitir Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar
Netfang: bth@landvernd.is
Sími: 864 5866

Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ályktanir samþykktar á aðalfundi Landverndar 2019 7.5.2019

1. áfangi orkustefnu. Umsögn Landverndar 17.3.2019

Ályktanir samþykktar á aðalfundi 2018 7.5.2018

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni 21.6.2017

Náttúruverndarsamtök kæra Bakkalínur til ESA 3.10.2016

Aðalfundur ályktar um friðlýsingar 2.5.2016

Ráðherra tryggi fjárveitingar til friðlýsinga í virkjana- og verndaráætlun 15.9.2015

Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í Fjölbrautaskólanum við Ármúla 23.1.2015

Gönguleiðir í Reykjadal 17.6.2014

Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyinga til virkjana í Skjálfandafljóti 31.5.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun 15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi 15.4.2013

Grænfánaverkefnið verði eflt 15.4.2013

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð 15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun 15.4.2013

Úrsögn Grindavíkur úr Reykjanesfólkvangi 15.4.2013

Ályktun baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga 31.5.2012

Ályktun aðalfundar um sameiginlegt umhverfismat háspennulína 14.5.2012

Ályktun vegna vegagerðar í Gufudalssveit 22.9.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls 28.6.2011

Umsögn Landverndar um áfangaskjal Stjórnlagaráðs 3.6.2011

Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna rannsóknarleyfis í Grændal 2.6.2011

Ályktanir aðalfundar Landverndar 27.5.2011

Stefnan tekin á vistvænan lífsstíl 12.3.2011

Álver í ólgusjó 25.11.2010

Landvernd leggst gegn ágengri orkuvinnslu við Bitru og Ölkelduháls 6.10.2009

Hellisheiðarvirkjun ásættanlegur kostur 16.1.2004

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað 4.11.2003

Óheft malarnám veldur óþarfa spjöllum 4.6.2003