Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum

Landvernd    19.8.2010
Landvernd

Landvernd fagnar áformum um að stækka friðlandið í Þjórsárverum, einnig til suðurs. Fyrirliggjandi athuganir á Þjórsárverum sýna að svæðið er afar verðmætt vegna gróðurfars og dýralífs, einnig sem víðerni og hluti af stærri landslagsheild. Þetta hefur m.a. komið fram í vinnu við rammaáætlun.

Umfjöllun um verndun Þjórsárvera hefur staðið í nær 50 ár. Nái áform um stækkun fram að ganga er von til þess að niðurstaða fáist loks í þessu máli. Það yrði þá niðurstaða þar sem náttúran fær að njóta vafans og þar sem skammtíma virkjunarhagsmunir víkja fyrir langtíma verndunarsjónarmiðum.

Landvernd telur að fyrirliggjandi hugmyndir um Norðlingaölduveitu séu ekki ásættanlegar þar sem sýna má fram á að framkvæmdir af því tagi myndu spilla verndargildi Þjórsárvera. Umrædd framkvæmd hefði óhjákvæmilega áhrif inn fyrir núgildandi friðlandsmörk Þjórsárvera og gæti valdið óafturkræfum spjöllum á svæðinu. Þessi áform eru að mati Landverndar ekki heldur í samræmi við markmið svæðiskipulags miðhálendisins þess efnis að almennt beri að halda hverskonar mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands í lágmarki.

Landvernd vill benda á að Umhverfisstofnun og erlendir sérfræðingar hafa staðfest að friðlandsmörkin eru algjörlega ófullnægjandi. Þá hefur Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands staðfest í bókun að landslagsheild Þjórsárvera nái langt út fyrir núverandi mörk friðlandsins og að Norðlingaölduveita myndi valda miklu umhverfisraski á stóru svæði. Komi til virkjunarframkvæmda verður ekki mögulegt að stækka friðlandið þannig að það nái til allra þeirra náttúruverðmæta sem svæðið býr yfir.

Að mati Landverndar hníga öll rök að því að stækka verndarsvæðið þannig að það falli að náttúrulegum mörkum Þjórsárvera. Samtökin fagna því tillögum sem umhverfisráðherra, í samvinnu við iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra, hefur kynnt um stækkun verndarsvæðisins. Jafnframt er mikilvægt að líta til hugmynda um verndun þeirra fjalla og jökla sem móta stórbrotna umgjörð svæðisins. þ.e. Kerlingafjalla í vestri og Hofsjökuls í norðri.

Landvernd hafði fyrir nokkrum árum forgöngu um að tveir viðurkenndir erlendir sérfræðingar gerðu úttekt á verndargildi Þjórsárvera. Niðurstaða þeirra var að góðar líkur væru á því að svæðið sé svo einstakt að það gæti átt heima, ásamt stærri landslagsheild, á heimsminjaskrá UNESCO.

Landvernd lítur svo á að almenn pólitísk sátt hafi náðst um stækkun friðlands Þjórsárvera. Stjórn Landverndar hvetur alla þingmenn til að standa vörð um þá sáttagjörð. Þjórsárver eru gróðurvin með árþúsunda samfellda sögu þróttmikils lífríkis. Þau mynda vel afmarkað og einstakt vistkerfi á miðhálendi Íslands og eru mikilvæg heimkynni margra fuglategunda. Þjórsárver eru þjóðargersemi.

 

Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - ljósmyndasýning 4.10.2019

Landvernd styður heilshugar við friðlýsingu Dranga 3.9.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá 17.6.2019

Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða 10.5.2019

Ályktanir samþykktar á aðalfundi Landverndar 2019 7.5.2019

Áskorun um friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu 14.2.2019

Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands 21.1.2019

Athugasemdir vegna draga að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðlandið á Hornströndum 16.7.2018

Ályktanir samþykktar á aðalfundi 2018 7.5.2018

Umsögn um friðland í Þjórsárverum 4.10.2017

Landvernd fagnar áformum um þjóðgarðsstofnun 22.8.2017

Orkunýtingarflokkur orðinn alltof stór 6.4.2017

Landvernd fagnar kaupum á Felli 9.1.2017

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk 3.8.2016

Jökulsárlón verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs 14.4.2016

Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu 7.3.2016

Tímalína og gögn vegna breytinga á starfsreglum rammaáætlunar 25.2.2016

Drög að breytingum á starfsreglum harðlega gagnrýndar 23.2.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga 8.2.2016

Ráðherra tryggi fjárveitingar til friðlýsinga í virkjana- og verndaráætlun 15.9.2015

Álag á náttúruna vegna ferðamanna og leiðir til úrbóta 19.5.2015

Fjöldi manns mótmælti með Landvernd á Austurvelli í dag 13.5.2015

Mótmælafundur á Austurvelli 12.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar 10.5.2015

Náttúruverndarsamtök telja tillögur Orkustofnunar ekki standast lög 10.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar 30.1.2015

Áskorun á Alþingismenn 28.1.2015

Sátt um rammaáætlun rofin og leikreglur brotnar 27.11.2014

Gálgahraunstónleikar til styrktar níumenningunum 29.10.2014

Icelandair endurskoði auglýsingu sem hvetur til utanvegaaksturs 28.10.2014

Málþing um virkjanir og samfélag í Skaftárhreppi 25.4.2014

Aukið samstarf eða sameining náttúruverndarfélaga 7.4.2014

Tímamótasamstarf um vernd hálendisins 4.4.2014

Gagnrýna flokkun Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk 19.3.2014

Umsögn um auglýsingu um tillögu að friðlýsingu Hólahóla og Hóladals í Öxnadal 7.3.2014

Standa vörð um almannaréttinn 26.2.2014

Umsögn um þingsályktunartillögu um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra 21.2.2014

Telja tillögu ráðherra ekki samræmast lögum 15.1.2014

Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd 13.12.2013

Landvernd mótmælir harðlega áformum um nýja Norðlingaölduveitu 13.11.2013

Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyinga til virkjana í Skjálfandafljóti 31.5.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun 15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi 15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun 15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi 15.4.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera 5.4.2013

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina 27.3.2013

Umsögn um tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun virkjunarhugmynda 19.3.2013

Alþingi klári náttúruverndarfrumvarp fyrir þinglok 13.3.2013

Fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga 17.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp 17.2.2013

Sameiginleg umsögn 13 náttúruverndarfélaga um rammaáætlun 18.11.2011

Landvernd hvetur borgarstjórn - Bitra verði áfram í verndarflokki 8.11.2011

Orkunýtingarflokkur, biðflokkur eða verndarflokkur? 11.10.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls 28.6.2011

Eldvötn - ný náttúruverndarsamtök í Skaftárhreppi 17.11.2010

Freysteinsvaka á Elliðavatni 7.11.2009

Umsagnir um þingmál 8.12.2008

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað 4.11.2003

Grænlendingar dragi úr fuglaveiðum 25.8.2003

Hvað er ósnortin náttúra? 24.6.2003