Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

   14.11.2014

Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi halda áfram sínu góða samstarfi í baráttunni gegn matarsóun og að þessu sinni verður blásið til málþings um matarsóun í samstarfi við Norræna húsið.

Á málþinginu verður nálgunin á umræðuefnið lausnamiðuð og fyrirlesarar ræða hvað þau hafa gert, eða til stendur að gera, til þess að taka á þessu bagalega vandamáli. Fyrirlesarahópurinn er fjölbreyttur, allt frá framleiðanda til matvælafyrirtækis og frá hjálparstofnun til ráðuneytisstarfsmanns. Gestir frá Noregi og Danmörku halda fyrirlestra auk þeirra íslensku og deginum lýkur með pallborðsumræðum.

Málþingið verður haldið í Norræna húsinu, þriðjudaginn 25.nóvember frá 9:00-15:30

Við hvetjum sem flesta til að mæta. Málþingið er öllum opið og frítt inn. Athugið að það fer fram á ensku

Nánari upplýsingar í viðhengi

 

Boð á málþing. Ekkert til spillis
Conference invitation. Nothing to waste
Conference invitation. Nothing to waste
Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!