- - - Eldra efni - - - Utanvegaakstur Naust fagnar stækkun þjóðgarðs 20.9.2004 Landvernd 20.9.2004 Landvernd Að mati Naust er það skynsamlegt skref að stækka þjóðgarðinn með því að tengja Lakagígja við hann. Það yrði einnig fagnaðarefni yrði Skaftafell sett á Heimsminnjaskrá UNESCO. Þetta tvennt er þýðingarmikið fyrir náttúruvernd og búsetu í Skaftafellssýslum. NAUST telur áriðandi að settar verði frá upphafi skýrar reglur varðandi akstur ökutækja innan þjóðgarðsins, bæði á jökuli en ekki síst á láglendið, þar sem í dag er töluvert um utanvega akstur. Nauðsynlegt er að merkja vegi og slóða sem aka má á en loka öðrum. Í dag er þetta ábótavant á landsvæðum sem munu bætast við þjóðgarðinn. Hvað varðar umferð reiðhjóla og hrossa er einnig áríðandi að merkja vel og upplýsa ferðamannin um gildandi reglur, því þó að reglurnar eru skýrar eru þær lítt þekktar og erfitt fyrir innlenda sem erlenda gesti að átta sig á þeim. Raunin er sú að menn eru oft að brjóta lög í góðri trú. Reyndar er það þannig í dag að engar merktar reið- og hjólaleiðir eru í þjóðgarðinum í dag og heldur ekki á Lakasvæðinu, og er því töluverð vinna eftir svo að menn geta ferðast innan þjóðgarðsins á hestbaki og hjólandi á hefðbundnum leiðum með samviskuna í lagi. Töluvert er um að heimamenn ferðast í gegnum Skaftafellssýslur ríðandi. Stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli má ekki valda því að árekstrar verða milli heimamanna og þjóðgarðsins, og óskar NAUST eftir sveigjanleiki og skilningi þegar kemur að því að festa leiðir á kort. NAUST er tilbúið að veita aðstoð, ef óskað er eftir því. Í bréfi Naust segir einnig að við gerð verndaráætlunar og við skipulag á landnotkun fyrir þjóðgarðinn verði að bygga á þekkingu á náttúrufari og menningarminjum. því telur NAUST áríðandi að efla rannsóknir á því sviði, innan þjóðgarðsins. Margt er enn óvitað um náttúrufar í Skaftafellssýslum, má þar til dæmis nefna eldgos í Öræfajökli, þróun tófustofna í Skaftafelli og fjölda menningarminja. Finnst þér Landvernd vera skeleggur málsvari umhverfis- og náttúruverndar og viltu styðja samtökin með því að gerast gerast félagi? Tögg Utanvegaakstur Vista sem PDF