Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í Fjölbrautaskólanum við Ármúla

Katrín Magnúsdóttir    23.1.2015
Katrín Magnúsdóttir

Fjölbrautaskólinn við Ármúla fékk Grænfánann afhentan í fimmta skipti við hátíðlega athöfn í skólanum þann 21. janúar en skólinn skráði sig til leiks árið 2005, fyrstur allra framhaldsskóla á landinu. Sigrún Magnúsdóttir, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti fánann og var það hennar fyrsta embættisverk.

Á sama tíma var rafræn verkefnakista Skóla á grænni grein opnuð formlega. Verkefnakistan er vettvangur fyrir kennara til að skiptast á námsefni sem vel hefur tekist. Það var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra sem opnaði kistuna. 

Hér er myndband af viðburðinum. 

Við athöfnina flutti Ómar Ragnarsson umhverfishugvekju og Reykjavíkurdætur spiluðu tvö lög. Myndir af viðburðinum má sjá hér.

Tögg
AfhendingFASigrun     DSC_0213     DSC_0213     DSC_0213    

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!