Fréttir Óskað eftir verkefnisstjóra hálendisverkefnis 22.12.2014 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 22.12.2014 Guðmundur Ingi Guðbrandsson Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands auglýsa eftir verkefnisstjóra til að stýra nýju og spennandi verkefni samtakanna fyrir verndun hálendisins. Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar. Starfið felst m.a. í skipulagningu viðburða, þekkingaröflun og miðlun um málefni hálendisins í samvinnu við hagsmunaaðila úr ólíkum áttum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi taki til starfa sem fyrst og ráðið er til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Umsóknarfrestur er til 5. janúar n.k. Nánari upplýsingar má finna í viðhengi. Tögg hálendið Hjarta landsins Vista sem PDF